Stjórn Fornbílaklúbbsins ákvað á síðasta fundi sýnum að breyta því hvernig opnunum verður háttað á Esjumelum.
Ákveðið var að framvegis verði geymslur Klúbbsins opnar annan hvern þriðjudag á tímabilinu frá byrjun mars til loka október, en þær verði lokaðar á tímabilinu frá byrjun nóvember til loka febrúar ár hvert, en undanfarin ár hafa geymslurnar verið opnar annan hvern fimmtudag sem nú verður breyting á. Næsta opnun á geymslum klúbbsins verður því þriðjudaginn 5. mars n.k.
Opnunartímar á Esjumelum hafa verið settir inn á viðburðardagatalið. https://www.fornbill.is/vidburdir/
Við höfum ástæðu til að ætla að þessi breyting, sem meðal annars kemur til vegna ábendinga frá félögum, muni verða til bóta og aðvelda eigendum bíla í geymslunum að sækja þá og koma með þá þegar þeim henntar.
Stjórnin