Myndband dagsins er til heiðurs sjálfum Elvis Presley en eins og flestir vita þá var hann mikill bíladellumaður.

Þennan BMW 507 eignaðist Elvis 1958 og átti til 1960 meðan hann sinnti herskyldu í Frankfurt.  Bíllinn var upphaflega hvítur en Elvis lét mála bílinn rauðan svo erfiðara væri fyrir dömurnar að rita á hliðar bílsins símanúmer og heimilisföng sín með varalit.  Bíllinn var fluttur til Bandaríkjanna og stóð hann í Arizona í um 45 ár áður en hann rataði aftur heim til Munchen í uppgerð.

 

Bíllinn var verulega illa farinn en hann var gerður upp í boði BMW verksmiðjanna.  Það er sérstaklega mikið lagt í boddívinnu í þessari uppgerð og er virkilega gaman að sjá handverkið sem þarna er unnið, því mikill hluti bílsins er endursmíðaður frá grunni og allt unnið í höndum.