BMW 02 sería var framleidd frá 1966 til 1977.  Eins og margir svipaðir bílar þá var hann upphaflega hugsaður sem ódýrari kostur fyrir þá sem áttu ekki fyrir 4ra hurða bílnum.  Reyndist þetta vera gæfuspor fyrir BMW sem þarna lagði grunninn að 3 seríunni sem er enn í dag ein vinsælasta söluvara BMW.

Án efa er 2002 Turbo merkilegastur af þessum bílum en það voru 170 hestafla útgáfur og voru þeir fyrstu túrbínubílar sem almenning bauðst síðan að GM var að fikta við slíkt í Corvair um 10 árum áður.  Tímasetningin klikkaði þarna hjá BMW, en þessi öflugi og þyrsti bíll var kynntur á bílasýningunni í Frankfurt 1973 það sama ár og olíukreppan hófst.  Aðeins 1.672 stykki voru smíðuð af 2002 Turbo, en 137.882 stykki af „venjulegum“.