Um helgina eru haldnir Blómstrandi dagar í Hveragerði og er óskað eftir bílum félaga Fornbílaklúbbs Íslands til þess að skreyta svæðið við íþróttahúsið á morgun laugardag.

Aðal hátíðisdagurinn er laugardaginn 13. Ágúst frá kl. 13 – 17 og vorum við að horfa til að bílarnir væru á stæðinu við íþróttahúsið eins og undanfarin ár. Klúbbfélögum er boðið uppá kaffi og með því í íþróttahúsinu.