Þá er komið að bíókvöldi í Ögurhvarfi. Húsið opnar klukkan 20:00. 

Á bíókvöldi númer 4 í röðinni þennan veturinn munum við sýna hina stórkostlegu grínmynd Police Academy frá árinu 1984, en við munum sýna fyrstu myndin af þeim sjö sem gerðar voru á árunum 1984 til 1994 og náðu fádæma vinsældum meðal bíógesta á sínum tíma. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar myndin um lögregluskóla, en myndin gengur út á að vegna skorts á löggæslufólki hafa yfirvöld slakað töluvert á inntökuskylirðum í skólann í viðleitni til að fjölga fólki í lögreglunni og fyrir vikið er nokkuð fjólbreytt flóra fólks að sækja um í skólanum. Þetta endar vissulega allt á mjög fyndinn hátt og fer til að mynda ekki vel í ansi rúðustrikaðan liðsforingja lögreglunnar. Þetta er 40 ára gömul perla kvikmyndasögunar og skartar fullt af bílum þess tíma. Þetta er mynd sem enginn má láta framhjá sér fara, hvort sem fólk er búið að sjá hana eður ey.

Sýning myndarinnar hefst um klukkan 20:15 og er sýningartími hennar um 92 mínútur. Boðið verður upp á popp og gos, sem og kaffi fyrir þá sem það vilja. Gert verður stutt hlé ef þurfa þykir. 

Endilega fjölmennum og eigum gott bíókvöld með félögunum í Ögurhvarfi. 

Stikla myndarinnar: https://www.youtube.com/watch?v=4NT4C1F_HZE

Stjórnin