Þá er komið að bíókvöldi í Ögurhvarfi. Húsið opnar klukkan 20:00. 

Á bíókvöldi númer 3 í röðinni þennan veturinn munum við sýna hina stórkostlegu grínmynd Trafic eftir franska leikstjórann Jacques Tati. Myndin er frá árinu 1971 og gerir á grátbroslegan og sprenghlægilegann hátt grín að þeirri bílamenningu sem var orðin til í Evrópu á þeim tíma. Myndin skartar fullt af fallegum bílum frá þessum árum og því einstök fyrir okkar áhugamál ásamt því að vera drepfindin. Þetta er því mynd sem enginn fornbílaáhugamaður má láta framhjá sér fara.

Sýning myndarinnar hefst um klukkan 20:15 og er sýningartími hennar um 96 mínútur. Boðið verður upp á popp og gos, sem og kaffi fyrir þá sem það vilja. Gert verður stutt hlé ef þurfa þykir. 

Endilega fjölmennum og eigum gott bíókvöld með félögunum í Ögurhvarfi. 

Stikla myndarinnar: https://www.youtube.com/watch?v=-S2hRXV41S0

Stjórnin