Þá er komið að bíókvöldi í Ögurhvarfi. Húsið opnar klukkan 20:00. 

Á bíókvöldi númer 5 í röðinni þennan veturinn munum við sýna grínmyndina Canonball Fever frá árinu 1989, en meðal leikara eru þau John Candy, Donna Dixon, Eugene Levy og Tim Matheson ásamt fjölda annara leikara. Myndin fjallar um þriggja daga ólöglegan kappakstur frá Washington til Santa Monica þar sem sigurvegarinn fær eina miljón dollara að launum. Þegar ökumenn í kappakstrinum eru handteknir til að koma í veg fyrir að hann fari fram þarf að finna aðra bílstjóra og þá fer ýmislegt að fara úrskeiðis. 

Sýning myndarinnar hefst um klukkan 20:15 og er sýningartími hennar um 90 mínútur. Boðið verður upp á popp og gos, sem og kaffi fyrir þá sem það vilja. Gert verður stutt hlé ef þurfa þykir. 

Endilega fjölmennum og eigum gott bíókvöld með félögunum í Ögurhvarfi. Allt bílaáhugafólk velkomið. 

Stikla myndarinnar: https://www.youtube.com/watch?v=-2kyj4umjhk

Stjórnin