Við ætlum að halda bíókvöld í Ögurhvarfi. Húsið opnar klukkan 20:00.
Stjórn klúbbsins hefur komið sér saman um að síðasta miðvikudag hvers mánaðar í vetur verði haldið bíókvöld, þar sem við ætlum að rifja upp eitthvað af eftirminnilegum perlum sem sett hafa svip sinn á kvikmyndasöguna. Við ætlum að velja myndir sem að hluta til eða í heild tengjast áhugamáli okkar að eitthverju leiti, hvort sem myndirnar sjálfar fjalla um bíla eða ekki.
Við hefjum bíóveturinn á því að sýna meistarverk Steven Spielberg frá árinu 1986 ,,The Money Pit“ með stórleikurunum Tom Hanks og Shelley Long í aðalhlutverkum. Myndin fjallar á ákaflega grátbroslegan hátt um raunir ungra hjóna sem láta draum sinn verða að veruleika og kaupa gamalt stórt einbýlishús sem svo reynist ekki eins góð fjárfesting og það leit út í fyrstu. Ekki verður hjá því komist að viðurkenna að tengingin við okkur er, að kanski munu félagar okkar kannast við svipaðan söguþráð verkefnis, þó vissulega smærra sé í sniðum en heilt hús. Nokkrum ,,fornbílum“ bregður fyrir í myndinni, enda er hún orðin tæplega 40 ára gömul.
Boðið verður upp á popp og gos, kaffi og kökur.
Endilega fjölmennum, tökum með okkur góða skapið og missum ekki af þessari sprenghlægilegu mynd sem er fyrsta kvikmynd vetrarins í Ögurhvarfi.
Stjórnin