Þá er komið að bíókvöldi í Ögurhvarfi. Húsið opnar klukkan 20:00. 

Á bíókvöldi númer 2 í röðinni þennan veturinn munum við sýna stórmyndina The World’s Fastest Indian með Anthony Hopkins í aðalhutverki. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og fjallar um heimsmet sem sett var á Indian mótorhjóli. Leikmynd myndarinnar skartar fullt af fallegum fornbílum ásamt því að sagan er skemmtileg. Þetta er því mynd sem enginn fornbílaáhugamaður má láta framhjá sér fara.

Sýning myndarinnar hefst um klukkan 20:15 og er sýningartími hennar um 127 mínútur. Gert verður stutt hlé ef þurfa þykir. 

Endilega fjölmennum og eigum gott bíókvöld með félögunum í Ögurhvarfi. 

Stikla myndarinnar: https://www.youtube.com/watch?v=02Yy1vihIKs

Stjórnin