Þá er komið að bíókvöldi í Ögurhvarfi. Húsið opnar kl 20:00
Á þessu síðasta bíókvöldi vetrarinns, sem er númer 7 í röðinni. munum við sýna bíómyndina Beverly Hills Cop II frá árinu 1987 með stórleikaranum Eddie Murphy í aðalhlutverki. Hér er á ferðinni stórskemmtileg hasargrínmynd sem fjallar um hin harðsnúna lögreglumann Axel Foley og samstarfsmenn hans í lögreglunni í Beverly Hills. Þetta er mynd númer 2 af alls þremur sem gerðar voru í Beverly Hills Cop seríunni. Ekki missa af þessari stórskemmtilegu mynd.
Sýning myndarinnar hefst um klukkan 20:15 og er sýningartími hennar um 100 mínútur. Boðið verður upp á popp og gos, sem og kaffi fyrir þá sem það vilja. Gert verður stutt hlé ef þurfa þykir.
Endilega fjölmennum og eigum gott bíókvöld með félögunum í Ögurhvarfi. Allt bílaáhugafólk velkomið.
Stikla myndarinnar: https://www.youtube.com/watch?v=2QHk337vv4Y
Stjórnin
Bíókvöld í Ögurhvarfi í kvöld. Húsið opnar kl 20:00. Sýnum myndina Beverly Hills Cop II með Eddie Murphy. Popp, gos og aðrar veitingar. Sjá nánar á fornbíll.is