Kæru félagar.
Við ætlum að skella okkur saman í bíó næsta miðvikudagskvöld kl 20:00 í Bíó Paradís Hverfisgötu.
Myndin sem verður sýnd er Góði Hirðirinn, heimildarmynd um Þorbjörn Steingrímsson sem býr á Garðsstöðum við Ísafjarðardjúp sem margir félagsmenn þekkja enda hefur Þorbjörn hjálpað mörgum með varahluti í gamla bíla í gegnum tíðina.
Eins og staðan er í dag þá verða 100 sæti í boði, og hver miði kostar 500kr til félagsmanna Fornbílaklúbbs Íslands.
Við biðjum þá félaga sem ætla að mæta að forskrá sig hjá Hafþór í síma 849-9605 eða haffi@trukkur.is