Við ætlum að efna til bíósýningar miðvikudaginn 28. júní.
Til sýningar verður tekin gömul grínmynd sem er ein af meistarperlum íslenskrar kvikmyndagerðar og ein af þeim vinsælli í gegnum árin, en við ætlum að hafa þetta óvissuferð í þetta sinn og segja ykkur á staðnum hvaða mynd það er. Spennandi 😉
Húsið opnar klukkan 20:00 og sýning myndarinnar hefst skömmu síðar. Boðið verður upp á popp og gos, nú eða bara kaffi fyrir þá sem það vilja.
Endilega fjölmennum á þennan skemmtilega menningarviðburð okkar.
Stjórnin