Félögum Fornbílaklúbbs Íslands hefur verið boðið að koma og lita bæjarlíf Hvolsvallar á laugardaginn 11. júlí. Brottför verður frá bílastæðinu á Árbæjarsafni kl 11:00 á laugardagsmorgninum og leggjum við bílunum við félagsheimilið á Hvolsvelli milli 13-15. Þeir sem mæta á fornbílum verður boðið í kaffihlaðborð í Miðgarði. Félagi okkar Björn Gíslason leiðir ferðina og er hann í síma 892-3450.