Í tilefni þess að 120 ár eru frá því að fyrsti bíllinn kom til Íslands efnum við til bílasýningar í samstarfi við Árbæjarsafn 7. júlí
Sýning verður um allt svæði safnsins eins og venjulega þegar við erum þar og hvetjum við alla sem eiga fornbíl sérstaklega til að mæta og fagna þessum tímamótum með okkur, burtséð frá því hvort um sé að ræða félaga okkar eða ekki. Við mælum reyndar með að þau sem koma á fornbílum velji sér kanski klæðaburð í stíl við tíðaranda og árgerð bílsins sem þau koma á og þannig munum við halda með þessu einskonar fatadag svipaðan þeim sem haldinn hefur verið oft áður. Þetta er þó vissulega valkvætt eins og áður.
Mæting til uppstillingar er milli klukkan 12:00 og 13:00. Viðveru er óskað til kl. 16:00.
Þegar þetta er ritað er falleg veðurspá og því stefnir í frábæran dag.
Mætum því öll með góða skapið og sólskýnsbros.
Stjórnin