Við báðum félagsmenn að senda okkur myndir af bílum sínum og það hefur ekki staðið á viðbrögðum. Við munum hér safna þessum myndum saman og gera eitt stórt myndasafn sem mun stækka eftir því sem úr vinnst. Þessar myndir eru oft glæsilegar sem hafa borist og greinilegt að metnaður er við myndatökuna.
Félagar Fornbílaklúbbsins eru hvattir til að senda okkur myndir á tölvupóstfangið sem var tilgreint í sms skeyti til félaga. Myndirnar munu einnig verða birtar á Facebook síðu okkar og fær hver bíll sitt pláss sem forsíðumynd okkar þar í einn dag.