Við fengum fyrirspurn frá auglýsingastofu um nokkra bíla í auglýsingatöku.  Ef einhverjir félagar hafa tök á að taka þátt í þessu þá eru þarna greiðslur í boði.

Það er verið að leita að 5-6 stk 70’s bílum til að vera í röð í bílalúgu og svo 3-4 stk 80’s bílum til að standa á bílastæði. Best væri að hafa eigendurna með og greitt væri fyrir leigu á bíl og svo fengu eigendur greitt sem aukaleikarar. Planið er að þetta verði skotið á part úr degi, það ætti ekki að fara heill dagur í þetta.

Við vitum að þetta er ekki besti árstíminn en það á að reyna þetta.  Auglýsingin er fyrir stóra fjármálastofnun.

Þeir félagar sem eiga tök á að hreyfa bíla sína á þessum árstíma og eru áhugasamir um að taka þátt í þessu eru beðnir að hafa samband beint við Ásdísi í síma 869-6212.