Kæru félagar.

Aðalfundur 2023 verður haldinn miðvikudagskvöldið 24. maí kl 20:00 í félagsheimilinu okkar í Ögurhvarfi 2 Kópavogi.

Húsið opnar kl 18:30.  Fyrir fundinn verður boðið upp á veitingar í samstarfi við Skalla, hamborgari hússins og meðlæti.

Dagskrá fundar:

1. Fundur settur, skipan fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar og nefnda
3. Ársreikningur 2022 lagður fram og borinn upp til samþykktar
4. Lagabreytingar, umræður og kosning (sjá neðar)
5. Stjórnarkjör
  a) Kosning formanns til 2ja ára
  b) Kosning þriggja stjórnarmanna til 2ja ára
  c) Kosning tveggja varamanna til eins árs
6. Kosning skoðunarmanna reikninga 
7. Kjörnefnd kynnir úrslit kosninga
8. Tillaga stjórnar um árgjald komandi árs
9. Önnur mál
10. Fundargerð lesin
11. Fundi slitið
 
Húsið opnar kl. 18.30 og hefst fundurinn kl. 20.00 og eru félagar hvattir til að koma akandi á fornbílum. Aðgangur takmarkast við þá sem greitt hafa félagsgjöld fyrir árið 2023 og hafa þeir einir atkvæðisrétt sem greitt hafa þremur vikum fyrir fundinn. Munið félagsskírteinin.
 
 
Hér neðar má kynna sér þær tillögur að lagabreytingum er stjórn leggur til. 
Eru þetta fyrst og fremst orðalagsbreytingar og uppfærslur og má sjá breytingarnar rauðletraðar í meðfylgjandi skjali hér að neðan.