Stjórn Fornbílaklúbbs Íslands hefur komið saman og tilkynnir hér með að öllum fundum sem og öðrum atburðum á vegum klúbbsins verður áfram frestað um óákveðinn tíma vegna Covid19.  Stjórn fundar mánaðarlega og mun senda út tilkynn­ingar þegar tilefni gefst til.

Aðalfundi sem halda átti miðvikudaginn 21. október verður hugsanlega frestað til 18. nóv eða þar til takmarkanir stjórnvalda hafa verið rýmkaðar nægilega.

Ársreikningur 2019 verður birtur á heimasíðunni í lok vikunnar.

Farið varlega – Við erum í þessu saman.