Í janúar 2009 tóku gildi nýjar skoðunarreglur fyrir bíla, en þær breytingar sem snúa að fornbílum, 25 ára og eldri, eru að skoða þarf fyrir 1. ágúst óháð endastaf í númeri. Auk þess þurfa fornbílar ekki að mæta í skoðun nema annað hvert ár. Ef ekki er mætt með bíla til skoðunar verður beitt sektarviðurlögum, en þeim sem eru með bíla í langtímageymslu eða uppgerð skal bent á að hægt er að skrá þá tímabundið úr umferð (fá rauðan miða), en þannig má komast hjá því að glata númeraplötum. Bent skal á að skoðunarreglur fyrir fornbíla virka ekki nema búið sé að skrá þá sérstaklega sem fornbíla. Ef það hefur ekki verið þegar gert má finna eyðublað US 115 á heimasíðunni us.is, fara síðan með það á Umferðarstofu og greiða 500 kr. Skoðunardagur Fornbílaklúbbsins og Frumherja í maí verður að sjálfsögðu áfram á dagskrá, enda er alltaf best að vera á nýskoðuðum fornbíl fyrir sumarið.