Hafi félagi verið virkur í minnst tvö ár samfellt og náð 20 ára aldri, getur hann boðið sig fram í stjórn. Kjörnefnd setur upp kjörlista fyrir stjórnarkjör á aðalfundi með nöfnum a.m.k. fimm kjörgengra manna með hliðsjón af tillögum sem berast kunna frá félagsmönnum. Komi fram tillaga um kjörgengan mann á lista frá 20 félagsmönnum eða fleiri og eigi síðar en mánuði fyrir aðalfund, er kjörstjórn skylt að virða þá tillögu.