Opinber skilgreining á fornbíl miðast við að aldur bílsins hafi náð 25 ára aldri frá skráningarárgerð hans. Bifreiðagjöld falla þá niður og hægt er að fá fornbílatryggingu.

Þar sem landið er lítið og erfitt að hafa marga flokka af eldri bílum hefur klúbburinn miðað við þessi 25 ár og er ekki að skilgreina fornbíla nánar eins og er gert víða erlendis þar sem oft er miðað við 25 ár, 40 ár og síðan eldri.