Margir halda að í FBÍ séu allt gamlir kallar sem eru á þriggja hjóla gufuknúnum vögnum eða felgur séu úr timbri. Elstu bílar félaga eru frá um 1910. Sé skoðuð bílaeign félagsmanna, eru árgerðirnar 1960 – 1979 mest áberandi.

Stefna FBÍ er nú einu sinni varðveisla eldri ökutækja og er pláss fyrir allar árgerðir og tegundir, nauðsynlegt er að sem breiðastur gangfær bílafloti sé til svo hægt sé að sýna lifandi sögu bílsins hér á landi.