Margar konur eru í FBÍ og fer þeim fjölgandi. Fornbílar hafa samt verið meira „stráka“ áhugamál, en eftir því sem fleiri bílar ná 25 ára markinu fjölgar konum sem eiga góða fornbíla. Einnig eru eiginkonur félaga duglegar að taka þátt í starfinu og boðið er upp á maka-aðild þar sem maki greiðið hálft árgjald en hefur öll fríðindi sem félagar njóta.