Fornbílamenn koma á margar samkomur og skemmtanir á hverju sumri. Almenna reglan er sú, að félagar mæta á fornbílum sínum á viðburði, ef óskað er eftir því, sem eru skipulagðir af söfnum, bæjarfélögum eða líknarfélögum . Ef óskað er eftir fornbílum á sérstakan viðburð er best að hafa samband við ferðanefnd eða formann FBÍ með mánaðar fyrirvara, greiðsla til félaga er eftir samkomulagi. Bílar eru ekki í notkun yfir vetur.