Tölulegar upplýsingar um FBÍ

Eins og í öllum klúbbum, og öðru félagsstarfi, þá er auðvitað fólk á bak við starfsemi viðkomandi klúbbs. Oft getur verið gaman að skoða samsetningu félaga út frá aldri, búsetu og eins í okkar klúbbi bílaeign. Hér á eftir er hægt að sjá nokkrar töflur og myndir sem gefur nokkra mynd af því hvernig klúbburinn er samsettur.
Allar tölur sem eru notaðar í vinnslu á bílaeign eru teknar úr félagaskrá FBÍ og eru eingöngu yfir bíla sem eru skráðir og vitað er að séu nokkuð heillegir, að vísu hafa ekki allir sent inn skráningu. Heildar bílaeign félaga má örugglega tvöfalda ef allt yrði talið með.
Uppfært nóv. 2010.

Smellið á myndir til að sjá stærri útgáfu


Bílar félaga


Sjá stærri mynd

Hérna er síðan listi yfir tegundir sem eur fleiri en 5 á skrá og meðal árgerð tegundar.
Meðal árgerð allra bíla er 1967.
Tegund Fjöldi Meðal árgerð
Arar tegundir 125  
Ford 243 1963
Chevrolet 146 1966
Mercedes Benz 134 1974
Jeep Willys 70 1955
Volvo 64 1971
Dodge 62 1968
Volkswagen 43 1972
Land Rover 42 1967
Buick 40 1957
Pontiac 39 1972
Mercury 36 1964
Toyota 35 1979
Plymouth 34 1966
Cadillac 31 1967
Lincoln 22 1965
Oldsmobile 21 1965
Opel 20 1963
GMC 16 1956
Saab 15 1974
Chrysler 13 1970
GAZ 13 1964
Jaguar 12 1970
Austin 12 1962
Range Rover 12 1977
Citron 11 1971
Rambler 11 1966
Porsche 11 1975
Studebaker 10 1947
Suzuki 8 1979
MG,MGA,MGB 8 1969
Mazda 8 1978
Packard 7 1947
Fiat 7 1975
Scania 7 1974
Mitsubishi 6 1980
Renault 6 1970
Triumph 6 1966
International 5 1967
Rover 5 1968
AMC 5 1970
BMW 5 1982
Lada 5 1983
DeSoto 5 1950


Skipting bíla eftir ártugum
Sjá stærri mynd


Félagar

Tölur í nóv. 2010
Fjöldi félaga er núna 1065 og meðalaldur félaga er 52 ár.

Karlar eru 94.65 %, konur 4,03 %, fyrirtæki og fl. 1.31 %.
Þessi skipting sýnir ekki endilega fjölda þeirra kvenna
sem eru virkar í félagsstarfinu, þar sem makar félaga eru farnar að
taka meiri þátt í ferðum klúbbsins og mjög eðlilegt að það
sé bara einn aðili á heimilinu sem er skráður félagi.

Sjá stærri mynd
Skipting félaga eftir búsetu

Yngsti félaginn er 17 ára og elsti er 91 ára.
Flestir félagar í Reykjavík eru í hverfi 112.
Kópavogur er með flesta félaga fyrir utan Reykjavík.


Sumarstarfið

Síðasta sumar (2010) voru 25 skipulagðar ferðir og 4 aukaferðir. Þátttaka hefur ekki lengi
verið eins góð og voru 249 félagar með skráða mætingu (þá er átt við mætingarreglur Ferðanefndar).

Mætingarpunktar segja samt ekki alla söguna þar sem haldið er utan um skráningu á bílum sem
mæta en eru kannski ekki í allri ferðinni eða fyrir utan klúbbinn, en eins og allir eiga að vita þá er
öllum frjálst að mæta í ferðir klúbbsins. Í heildina voru 1046 mætingar skráðar,
meðaltali 44 bílar í ferð. Er óhætt að fullyrða að þetta ár
hafi slegið öll met í mætingum.


Heimasíðan

Að meðaltali heimsækja um 400 heimasíðu klúbbsins á hverjum degi og fer fjölgandi á hverju ári.
Aðalumferðin byrjar kl.09 og er jöfn til kl. 20, dettur síðan niður um kl. 24. Minnst er skoðað á
laugardögum, en síðan er sunnudagur næst minnstur, virkir dagar eru nokkuð jafnir. Heimsóknir eru
víða að og 3,64 % eru frá öðrum löndum en Íslandi.

62.15% nota Internet Explorer
26,98% nota Firefox
4,42% nota Goggle Chrome
64,31% eru með Windows XP á sinni tölvu
25,91% eru með Windows Vista á sinni tölvu
26.91% eru með 1024 x 768 skjáupplausn
21,55% eru með 1280 x 800 skjáupplausn
20,54% eru með 1280 x 1024 skjáupplausn

Þess má geta að það virkar hvort sem er að nota
http://www.fornbill.is og eins http://fornbill.is
Eins er búið að skrá www.fornbíll.is
en til þess að nota íslenska stafi í vefföngum þarf að
hlaða niður viðbót fyrir IE en það er hægt að gera hér:
http://idn.verisign-grs.com/plug-in/index.jsp