Vörður tryggingar hf býður félögum sérkjör


Nýr samningur vegna fornbílatrygginga hjá Verði

Í byrjun maí 2009 gerði Fornbílaklúbbur Íslands og Vörður tryggingar hf samning vegna trygginga félaga FBÍ. Sérkjör til félaga er 40% afsláttur af almennum fornbílatryggingum hjá Verði. Einnig mun Vörður bjóða félögum góð kjör á öllum öðrum tryggingum sem félagar þurfa.

Skilyrði sérkjara eru:

a. Félagsmaður þarf að kaupa af VT, fyrir utan fornbílatryggingu, eina ökutækjatryggingu á venjulegum kjörum félagsins (fyrir einkabíl), heimilistryggingu og einhverja þriðju tryggingu s.s. brunatryggingu húseignar, kaskótryggingu eða sambærilegt.

b. Valdi félagsmaður tjóni á fornbílatryggingu fellur afsláttur af tryggingunni niður.

c. Ökutæki það sem tekur sérkjör samkvæmt ofangreindu skal vera skráð sem fornbíll í ökutækjaskrá. VT áskilja sér rétt til þess að hafna ökutæki sem fornbíl og/eða ofangreindum sérkjörum, óháð skráningu í ökutækjaskrá, s.s. jeppa, sendibíl eða húsbíl, ellegar fyrir hendi séu aðrar ástæður sem gefa til kynna að viðkomandi ökutæki sé ekki notað sem fornbíll. VT þarf ekki að rökstyðja sérstaklega slíka ákvörðun.

Í samningi er einnig ákvæði um að Vörður fái að senda félögum kynningarefni vegna trygginga en eingöngu í samráði við klúbbinn, stærsta nýjungin er að aðili á vegum Varðar og annar á vegum FBÍ munu reglulega hittast til að hafa samráð um framgang samkomulags eða annað það sem snýr að hagsmunum félagsmanna er lúta að vátryggingum, einnig sjá þessir aðilar um að skera úr um ágreining sem gæti komið upp ef deilt er um hvort viðkomandi ökutæki sé notað sem fornbíll, t.d. eldri jeppar.

Vörður leggur áherslu á að þó afsláttur sé frá grunnfornbílatryggingu þá verði öll mál skoðuð sérstaklega með tilliti til fjölda fornbíla, einnig ef þarf tryggingu fyrir fornhjól eða önnur forntæki.

Sé óskað eftir tilboðum í tryggingar skal hafa samband við
Vörð tryggingar í síma 514 1000 eða vordur@vordur.is

Tengill FBÍ vegna samnings er Þorgeir Kjartansson


Þeir sem eru fyrir hjá Verði njóta auðvitað þessa nýju kjara en hafa þarf samband við Vörð til að þeir geti staðfest félagsaðild að Fornbílaklúbbnum.