Afsláttarkjör FBÍ félaga hjá Skeljungi

Content on this page requires a newer version of Adobe Flash Player.

Get Adobe Flash player

 

Sérkjör Skeljungs til félaga Fornbílaklúbbs Íslands.

Í gildi eru sérstök afsláttakjör sem bjóðast félögum hjá FBÍ hjá Shell og Orkunni. Kortið/lykilinn þarf að sækja um í gegnum klúbbinn og gildir afsláttur á meðan félagi er í FBÍ. Kortið er tengt við kredit-eða debetkort og gefur afslátt strax við afgreiðslu á dælu svo auðvelt er að sjá lítraverð í hvert skipti. Einnig er hægt að fá lykil til að hafa á lyklakyppu. Bæði lykil og kort er hægt að fá án pin númers. Lykili er hægt að fá hjá okkur í Krambúð og panta á fornbill.is
Með því að nota kortið notað er einnig verið að styrkja klúbbinn um vissa upphæð af hverjum keyptum lítra.

Sérkjör félaga FBÍ eru:
Afsláttur á Skeljungsstöðvum er 7 kr. frá dæluverði (auk söfnunar fyrir klúbbinn)
Afsláttur á Orkustöðvum er 7 kr. frá dæluverði (auk söfnunar fyrir klúbbinn) + 2 kr á valinni stöð (=9 kr afsláttur)
15 kr. afsláttur á afmælisdaginn
Í tengslum við stærri ferðir verður ofurafsláttur af lítraverði sem verður auglýstur sérstaklega.

Sækja um kort eða lykil
Ath FBÍ afsláttakjör fást einungis með því að sækja um í gegnum klúbbinn, ekki beint hjá Skeljungi. Umsókn

Til viðbótar þessum kjörum fær FBÍ vissa upphæð af hverjum seldum lítra til félagsmanna,
svo það er tvöfaldur ávinningur að nota kortið.

Til þess að nota kortið/lykilinn virkir þú hann hér: www.skeljungur.is/einstaklingar/virkja-kort-eda-lykil/

Afsláttur sem fylgir kortinu
Til viðbótar afslætti af lítraverði er einnig afsláttur hjá eftirtöldum samstarfsaðilum Skeljungs: 15% afsláttur af smurþjónustu Skeljungs við Laugarveg 180 og Skógarhlíð Kynntu þér afslætti hjá samstarfsaðilum hér: www.skeljungur.is/einstaklingar/samstarfsadilar/Sækja þarf um Skeljungskortið eða Orkulykilinn í gegnum umsóknarform FBÍ (ekki hægt að sækja um hjá Skeljungi beint)