Landsmót FBÍ á Selfossi 19. - 21. júní 2015

Dagskrá verður uppfærð fram að móti eftir þörfum, uppfærð síðast 13. júní
Ath.dagskrá getur breyst vegna veðurs.

2013
Landsmót FBÍ verður haldið á Selfossi helgina 19. til 21. júní í tólfta sinn og verður vonandi enn stærra en áður, áherslan eins og áður er að hafa mótið fjölskylduvænt.
Mótið er haldið í samvinnu við Sveitarfélagið Árborg.


Keyrsla frá Reykjavík verður kl. 19 föstudaginn þ. 19, en safnast verður saman á planið hjá MS Bitruhálsi (sjá kort) kl.18 og farið verður þaðan í 5-6 bíla hópum. Ekið verður um Þrengslaveg og komið inn til Selfoss frá Eyrarbakka, bílum verður safnað saman við Röraverksmiðjuna Set.
Ath. Í tilefni dagsins þá aka þeir bílar fremstir sem hafa kvenbílstjóra þegar þeir mæta við SET og verður þeim safnað saman fremst eftir því sem bílar mæta.

Sérstakur afsl. fyrir félaga sem nota Shell/Orku kort eða lykla: 13. kr. afsl. alla helgina.

Mótið verður síðan sett með keyrslu að Landsmótsstað föstudaginn 19. júní,kl. 20:30.

Mótið sjálft og sýning bíla verður á Gesthús-tjaldsvæði  Kort. Tjaldsvæðið verður allt frátekið fyrir okkur eins og áður. Ath. Lokað er fyrir bókanir á netinu hjá Gesthúsi fram í miðjan júní þar sem öll hús eru frátekin fyrir félaga, senda þarf póst á gesthus@gesthus.is

Verð fyrir gistingu verður sem hér segir:

Morgunverður = 1500 kr. á mann
Tjaldgisting = 1000 kr. á mann
Rafmagn = 500 kr. á tæki.
Gistigjöld ber að greiða við komu hjá Gesthúsi.

Svęšiš Grænt er svæði fyrir húsbíla og vagna sem þurfa rafmagn.
Blátt er svæði fyrir tjöld, fellihýsi og er án rafmagns. Sérstaklega er bent á svæðið í kringum tjörninna þar sem meiri friður er.
Ljósblátt eru húsin.
Rautt er akstursleiðir og frátekin svæði fyrir mótið.
Gult er þjónustubygging, WC og sturtur.
   
Virðið merkingar á svæðinu og 15 km hámarkshraða.
Ath. Lausaganga hunda er bönnuð.


Mikill áhugi hefur verið fyrir mótinu á Selfossi síðustu ár og gríðarleg stemning hefur verið á svæðinu. Að öllu óbreyttu verður mótið í ár ekki minna en í fyrra, en þá mættu rúmlega 230 bílar og mikið um gesti á svæðinu. Grillað verður fyrir félaga klúbbsins við tjaldið okkar á laugardagskvöldið og félagar skemmta sér saman. Sérstök dagskrá verður fyrir börnin um helgina og áhersla lögð á að allir standi saman í að gera mótið að góðri skemmtun fyrir alla. Allar upplýsingar verða uppfærðar jafnóðum.

Mótinu verður síðan formlega slitið á tjaldsvæðinu kl. 16, sunnudag.

Dagskrá Landsmóts FBÍ
Ath. dagskrá getur breytst vegna veðurs.
Dagskrá til að prenta út
 

Föstudagur:

Kl. 18.00 Mæting í hópkeyrslu austur, safnast saman á planið hjá MS Bitruhálsi 1. Sjá kort.
Kl. 19.00 Brottför austur kl. 19 í 5-6 bíla hópum. Ekið um Þrengslaveg og framhjá Eyrarbakka til Selfoss. Fyrir þá sem eru fyrir austan þá er mæting við SET um kl. 20.
Ath. Í tilefni dagsins þá aka þeir bílar fremstir sem hafa kvenbílstjóra þegar þeir mæta við SET og verður þeim safnað saman fremst eftir því sem bílar mæta.
Mótið sett með rúnti um Selfoss að mótsstað kl. 20.30. Sjá kort
Kl. 20.30 Rúntur um Selfoss og endað á mótsstað, Gesthús-tjaldsvæði. Kort
Ath. Látið röðina ganga vel og farið eftir leiðbeiningum starfsmanna við að leggja, Endanleg uppröðun verður hvort sem er ekki fyrr en á laugardagsmorgun.
Kl. 21.15 Landsmótið sett formlega.
Þeir sem skilja bíla eftir fyrir helgina verða að skila lyklum til Landsmótsnefndar.
Bílar sem eru skildir eftir án samráðs við mótsstjóra og eru fyrir við uppröðun verða fjarlægðir og fluttir til.
   

Laugardagur:

Kl. 08.00
- 10.00
Morgunverðarhlaðborð í þjónustumiðstöð Gesthúss, kr. 1.500.-
Kl. 09.00
- 12.30
Uppröðun bíla. Raðað verður upp eftir því sem bílar koma, reynt verður að hafa árgerðir/tegundir saman en það ræðst af komutíma bílanna. Þeir sem raða upp hafa endanlega ákvörðun um staðsetningu bíla. Bílum sem eru á svæðinu (frá föstud.) verður raðað fyrst upp. Þeir sem skilja bíla eftir fyrir helgina verða að skila lyklum til Landsmótsnefndar.
Kl. 13.00
- 18.00
Sýning bíla á tjaldsvæðinu Gesthús, fornbílar, rútur, vörubílar og 4x4 jeppar. Frítt inn á svæðið og allir velkomnir hvort sem er til að skoða eða með bíla til sýnis. Hoppukastalar. Tónlist liðinna ára verður spiluð í hátalarakerfi.
Ath. bílaumferð inn á svæðið takmarkast við eldri bíla og þá sem gista á svæðinu.

Kl. 14.00
- 18.00
Markaður, varahlutir, handverk og fl. í tjaldinu, skottmarkaður hjá bílum. Komdu með varahluti eða annað bílatengt og seldu eða skiptu úr skotti bílsins. Ætlast er til að þeir sem verða með í þessu skrái sig á fornbill@fornbill.is svo hægt sé að hafa þá saman.
Kl. 14.00
- 17.00
Vagnalest fyrir börnin fer um svæðið.
Kl. 14.30
- 16.30
Keppni fjarstýrðra bíla, torfærubíla.
Kl. 15.00 Kynning bíla. Gengið verður um og áhugaverðir bílar verða kynntir.
Líklegra er að kynnir stoppi við áhugaverða bíla sé eigandinn við bílinn.
Kl. 14.00
- 16.30
Vöfflusala í tjaldinu. Vaffla og kaffi/gos kr. 800, stök vaffla kr. 500.
Kl. 18.00 Sýningu lýkur og svæðið bara opið fyrir félaga og gesti þeirra.
Kl. 20.30 Sameiginlegt grill hefst í tjaldinu.
Miðar í grillið verða seldir í Krambúð og hjá nefndarmönnum (framvísið félagsskírteini), hver miði kostar kr. 500, skammtað verður einu sinni. Eingöngu verður afgreitt til þeirra sem hafa miða. Er þetta gert svo allir sitji við sama borð, erfitt er orðið fyrir þá sem skammta að vita hverjir eru félagar (og fjölskylda þeirra) eða ekki, enda eru félagar komnir yfir 1200.
Kl. 21.30 Harmonikku leikur og músík í og við tjaldið.
Kl. 00.00 Kvölddagskrá lýkur.
   

Sunnudagur:

Kl. 13.00 Þeim bílum sem eru á svæðinu raðast óformlega upp, ekki önnur dagskrá.
Kl. 16.00 Móti formlega slitið á tjaldsvæðinu.
 
Tenglar móts: Þorgeir 895 8195 og Jón 892 0045.
 
 

 

Share/Bookmark
Gesthús tjaldsvæði Kort

Nokkur hús eru til leigu hjá Gesthús og eru sérkjör í boði til félaga, nánari upplýsingar um þau er að finna hér.
Verð pr. mann pr. dag á tjaldsvæði er
kr. 1.000 og fyrir rafmagn kr. 500 pr. dag.
Gistigjöld ber að greiða við komu
hjá Gesthúsi.

Í þjónustumiðstöð á tjaldsvæðinu er
hægt að fá morgunverðarhlaðborð
milli kl. 8 og 10.

Einnig er að finna gistingu á Hótel Selfoss og á Fosstún, íbúðahótel.


Click for Selfoss, Iceland Forecast

ATH - ATH

Bílaumferð um svæðið verður takmörkuð við sýningarbíla
og næturgesti

Lausaganga hunda er bönnuð

Vinsamlegast virðið næturró gesta eftir kl. 01.


Sé bíll skilinn eftir til sýningar yfir helgina skal afhenda lýkil til Landsmótsnefndar svo hægt sé að stilla honum upp

Nýtið plássið vel undir tjöld og vagna, ekki er leyft að tjalda næst snúrugirðingu

Gott svæði til að tjalda er einnig við vatnið nær húsum og er meira næði þar

Björgunarsveitamenn verða á svæðinu með fyrstu hjálp og einnig verða þeir með gæslu við hoppukastala