Eldri fréttir 2016

Félagaskrá uppfærð

Búið er að setja inn alla nýja félaga og eins er búið að hreinsa upp "gamlar syndir" af innsendum myndum og upplýsingum um bíla. Í vetur verður unnið úr meira af myndum og skráningum bíla sem sáust í ferðum síðasta sumar. Vert er að benda á að skráin eins og allt annað starf er unnin í sjálfboðavinnu og er þar með gerð eftir því sem tími finnst.[17.12]jsl www.fornbill.com/felagaskra/bilarfelaga/bilarfelaga.html


Ferðaverðlaun Ferðaverðlaun Ferðaverðlaun Ferðaverðlaun Ferðaverðlaun, brons Ferðaverðlaun, silfur Ferðaverðlaun, gull Ferðaverðlaun, aukaverðlaun Ferðaverðlaun Ferðaverðlaun Ferðaverðlaun
Myndir frá 26. október

Ferðanefnd veitti mætingarverðlaun fyrir sumarið 2016 í gærkvöldi, í heildina voru veitt 23 verðlaun í brons, silfur og gulli eftir fjölda stiga. Aukaverðlaun voru fyrir þá sem mættu í fötum í stil við árgerð síns bíls á fatadegi. Ferðanefnd var einnig með létta útskýrngu á hvernig hún starfar og vakti það kátínu.

Verðlaun á Landsmóti 2016 Ekki varð af vali eða afhendingu verðlauna á Landsmóti í sumar, aðallega vegna anna þeirra sem unnu á mótinu. Formaður og gjaldkeri fóru nýlega yfir myndir frá mótinu og völdu þá sem verðlaun fá.
Ferðaverðlaun
Flottasta uppstilling. Kristinn Sigurðsson. Á sunnudagsmorgni, eftir mikla rigningarnótt, var ljóst að Kiddi hafði skilið bílinn eftir í náttúrulegri sundlaug og auðvitað voru stígvélin hans í skottinu!!!

Ferðaverðlaun Ferðaverðlaun
Lengst að kominn. Sjálfgefið að félagi okkar frá Þýskalandi, Andreas Schütt, fær þessi verðlaun, en hann hefur komið síðustu ár á einum af sínum bílum.

Ferðaverðlaun Ferðaverðlaun Ferðaverðlaun Ferðaverðlaun
Fallegasti bíllinn. Hlynur Tómasson, 1952 Buick Super, bíll sem er búið að gera upp frá minnstu skrúfu.

Ferðaverðlaun Ferðaverðlaun
Athyglisverðasti bíllinn. 1971 Citroën SM, Guðjón Jónsson. Að öðrum ólöstuðum þá er þetta bíll sem vekur athygli enda mjög framúrstefnulegur og með ýmsan búnað sem er fyrst núna að koma sem staðalbúnaður í nýjum bílum. Kemur til landsins 1974 og Guðjón er eigandi nr. 2.

Ferðaverðlaun
Athyglisverðasti gripurinn. Björn Gíslason, reyndar ekki hann sjálfur, heldur 1967 Honda CS50. Það er gaman þegar svona gripir birtast og vekja upp minningar hjá þeim sem fóru í gegnum skellinöðrutímabilið. [28.10]jsl


Mynd með frétt
Félagi fallinn frá

Félagi okkar, Arngrímur Marteinsson, lést þann 07. október. Arngrímur var heiðursfélagi og búinn að vera í klúbbnum frá byrjun, var með félagsnúmerið 60. Arngrímur tók virkan þátt í störfum klúbbsins fyrstu árin, en hann vann einnig mikið að byggingu bílageymslum klúbbsins og m.a. mokaði fyrir grunni á víragröfu með dragskóflu. Stjórn vill senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. Útför Arngríms fór fram þann 21. október [23.10]jsl


Vetrartími á Esjumelnum

Vetrartími hefur tekið við á Esjumelnum og er nú aftur opið á sunnudögum kl. 13 - 15, fyrir utan 23. október sem verður lokaður. [05.10]jsl


Mynd með frétt
Félagi fallinn frá

Félagi okkar Magnús Ólafsson lést þann 11. september. Magnús var búinn að vera í klúbbnum lengi og var með félagsnúmerið 1032, var kannski ekki mikið áberandi síðustu ár en mætti reglulega áður fyrr á annað hvort 1959 Austin Healey Sprite eða 1959 MGA Coupe. Minningarathöfn um Magnús verður haldin í Iðnó, mánudaginn 19. september kl. 15. [18.09]jsl


Mynd með frétt
Áttu eftir að fara með fornbílinn, eða önnur tæki, sem eiga að skoðast fyrir 1. ágúst?
Ekki fá sekt. [14.09]jsl


Ljósanótt (1), 3. september

Eins og síðustu ár þá tekur Fornbílaklúbburinn þátt í Ljósahátíðinni laugardaginn 3. september (misritað á dagatali), og eiga fornbílar að safnast saman milli kl. 13.30 og 14.45 á planið bak við N1 og Dominos. Um klukkan 15 hefst hópkeyrsla um bæinn (á eftir mótorhjólum) og endar á bílasýningu á túninu fyrir framan Duus hús, þar sem sýnt verður til kl. 18. ATH. Eingöngu mótorhjól og fornbílar (25 ára og eldri) fá að keyra um Hafnargötu, í þéttri röð og ÁN spóls eða annarra tafa. Sé þetta ekki virt þá fellur niður þetta akstursleyfi. Fyrir þá sem vilja verður sameiginlegt grill hjá Magnúsi og Jóhönnu að Hátúni 25 um kvöldið, en síðan verður farið í miðbæinn til að sjá flugeldasýninguna. [02.09]jsl

Tilmæli til þeirra sem taka þátt í akstri bifhjóla og fornbíla á Ljósanótt
Það er mikilfengleg sjón að sjá alla glæsilegu bílana og bifhjólin streyma í gegnum bæinn á Ljósanótt. Margir hafa haft á orði að aksturinn sé einn af hápunktum hátíðarinnar. Einn hængur hefur þó verið á viðburði þessum, þar sem einstaka ökumenn hafa stöðvað bílana eða bifhjól sín til að spjalla við gesti og gangandi. Með því hefur myndast bil milli bíla og bifhjóla, stundum hefur það gerst að gestir hátíðarinnar eru farnir að labba yfir Hafnargötuna og halda jafnvel að síðasti bíllinn eða bifhjólið sé farið hjá. Hættulegustu tilvikin eru svo þegar ökumenn hafa ,,gefið í“ til að ná öðrum bílum eða bifhjólum í röðinni. Slíkt er afar hættulegt og oft hefur ekki mátt miklu muna að slys hlytist af. Förum varlega,
Hafþór Birgisson Íþrótta- og tómstundafulltrúiGestir frá Þýskalandi

Hópur þjóðverja, sem eru miklir bílaáhugamenn, er í heimsókn á landinu. Þeir hafa mikinn áhuga á að hitta íslenskt fornbílafólk og berja bílaflotann okkar augum og af því tilefni eru félagar hvattir til að mæta við Höfða, Borgartúni, mánudagskvöldið 22.ágúst kl 20:00. Gestirnir eru akandi á glæsilegum Mercedes-Benz fornbílum og því skorum við á Benz eigendur að mæta á staðinn. [21.08]kssMyndir frá Landsmóti

Nítjánda Landsmótið var haldið um síðustu helgi og að þessu sinni var nokkuð blautara en hefur verið síðustu skipti, en ekki við öðru að búast en að lenda einstaka sinnum í rigningu þar sem félagar hafa verið einstaklega heppnir með veður á þessum mótum, Laugardagurinn var reyndar góður í heildina og voru um 180 bílar sýndir og mikið af fólki sem heimsótti okkur, aðeins minna af bílum en í fyrra en gott miðað við veður og forsetakosningar sama dag. Í heildina skemmtu félagar sér vel og ekki annað að heyra en að allir hafi verið ánægðir. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, setti mótið föstudagskvöldið eftir akstur um Selfoss, BKS bauð í kjötsúpu og skemmtileg prufa var gerð með beina útsendingu eins þáttar Suðurlands FM. Vefmyndavél frá svæðinu var einnig eins og í fyrra, en yfir 1100 heimsóknir voru inn á hana yfir helgina. Undirbúningur er þegar hafinn fyrir næsta Landsmót og allir sem vilja aðstoða á næsta ári hafa góðan tíma til að tilkynna sig til starfa. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu og svo stærri fyrir félaga, fimmtudagur, föstudagur, laugardagur og sunnudagur. [30.06]jsl


Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót
Mótið sett

Í gærkvöldi setti Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, þrettánda Landsmótið á Selfossi. Blautara var í gærkvöldi en hefur verið venjulega, en rúmlega 70 bílar tóku þátt í akstrinum um Selfoss að mótsstað en þar bauð BKS í kjötsúpu. Ef eitthvað er þá voru fleiri mættir til gistingar heldur en oft áður á föstudagskvöldið. Spáin er betri fyrir morgundaginn og uppröðun bíla hefst kl. 9 en síðan hefst dagskrá og sýning bíla kl. 13. Suðurlands FM var með kvöldþátt sinn í beinni útsendingu frá svæðinu og skaut inn viðtölum við félaga inn á milli laga. Fyrir neðan er hægt að sjá vefmyndavél frá svæðinu. [25.06]jsl


Landsmót FBí Selfossi

Minnum á að Suðurland FM verður með útsendingu föstudagskvöldið frá svæðinu á 96,3,
93,3 í Vestmannaeyjum og Rangárvallasýslu. 97,3 á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akranesi.
Bein útsending er einnig frá svæðinu á YouTube í boði Árvirkjans.ehf.Mynd með frétt
Landsmót FBí Selfossi

Þrettánda landsmótið á Selfossi verður haldið helgina 24. – 26. júní. Helstu liðir verða á sínum stað, þar á meðal hópakstur austur og keyrsla um Selfoss kl. 20:30 sem endar með mótssetningu og kjötsúpa BKS verður á sínum stað.
Suðurland FM verður með útsendingu föstudagskvöldið frá svæðinu á 96,3,
93,3 í Vestmannaeyjum og Rangárvallasýslu. 97,3 á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akranesi.
Bein útsending frá svæðinu á netinu (YouTube) verður eins og í fyrra og hefst hún á föstudaginn og stendur fram eftir degi sunnudag, slóðin verður á fornbill.is þegar nær líður.

Kl. 18.00 Mæting í hópkeyrslu austur, safnast saman á planið hjá MS Bitruhálsi 1.
Kl. 19.00 Brottför austur kl. 19 í 5-6 bíla hópum. Ekið um Þrengslaveg, framhjá Eyrarbakka til Selfoss.
Kl. 20.00 Mæting við SET fyrir þá sem eru fyrir austan.
Kl. 20.30
Mótið sett með rúnti um Selfoss að mótsstað Kl. 21.30 Landsmótið sett formlega og Bifreiðaklúbbur Suðurlands býður í kjötsúpu. Þeir sem skilja bíla eftir fyrir helgina verða að skila lyklum til Landsmótsnefndar. Bílar sem eru skildir eftir án samráðs við mótsstjóra og eru fyrir við uppröðun verða fjarlægðir og fluttir til.

Gisting á Landsmóti 2016
Tjaldsvæðið verður allt frátekið fyrir félaga Fornbílaklúbbsins. Daggjald á tjaldstæði er 1200 kr. á mann og 600 kr. fyrir rafmagn. Gistigjöld ber að greiða við komu hjá Gesthúsum. Í þjónustumiðstöð á tjaldsvæðinu er hægt að fá morgunverðarhlaðborð milli kl. 09:00 og 11:00 á kr. 1.500.
Eins manns herbergi = 10.000 kr nóttin, tveggja manna herbergi = 14.000 kr nóttin, 3ja - 4ja manna herbergi = 16.000 kr nóttin.

Allar nánari upplýsingar um dagskrá og mótið er að finna á: www.fornbill.is og á www.facebook.com/fornbill/ Mótið er haldið í samvinnu við Árborg. Sérstakur afsl. fyrir félaga sem nota Shell/Orku kort eða lykla: 13. kr. afsl. 24. - 26. júní.

Munið að kjósa til forseta, utan kjörfundar tímanlega svo þið getið átt laugardaginn án þess að þurfa að fara langa leið á kjörstað.
Myndir frá dagsferð og fl.

Síðastliðinn laugardag var dagsferð á dagskrá og var hún með öðru sniði en venjulega þar sem teknir voru með farþegar. Komið hafði til tals að partur af söfnuði Digraneskirkju hefði áhuga á að gera meira með félögum heldur en hina árlegu bílamessu. Vissar hugmyndir voru með staði til að heimsækja svo það þótti tilvalið að slá þessu saman við dagsferð. Farið var frá Digraneskirkju um morgun og ekið um Nesjavallaleið að Úlfljótsvatni þar sem kirkjan var skoðuð. Næst var margmiðlunarsýning í Ljósafossstöð skoðuð og síðan hádegishressing í Ljósavatnsskóla. Var síðan haldið til Selfoss þar sem Selfosskirkja var skoðuð, en dagurinn endaði í Bíla- og flugvélasafni Einars. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga, einnig eru komnar inn myndir frá bílamessu 05. maí og skoðunardegi 21. maí.

Um þátttökugjald í ferðum

Í 2-3 ferðum hefur verið prufað að vera með þátttökugjald sem er þá fyrir aðgangseyri, mat, kaffi eða öðru sem þarf að greiða í ferðinni. Borið hefur á að minni staðir eiga erfitt með að afgreiða marga í einu t.d. söfn sem opna sérstaklega fyrir okkur og kannski bara með einn starfsmann eða eins og í ofangreindri ferð að aðilar sem eru utan klúbbsins eru með og vonlaust fyrir aðila á staðnum að greina á milli hver er hver. Svo einfaldast er að innheimta gjald í byrjun ferðar og síðan sér ferðanefnd um að greiða fyrir alla í einu. Þetta gjald verður aldrei hærra en það sem þarf að leggja út fyrir hvern fyrir sig. Næst þegar þetta verður notað þá verða sérstakir aðgöngu- eða afgreiðslumiðar og að sjálfsögðu er öllum frjálst að sleppa að kaupa miða og sjá um sig sjálfur, en um leið er þá ekki í boði þau sérkjör sem gilda í ferðinni. [02.06]jsl


Aðalfundur (1), 25. maí

Aðalfundur Fornbílaklúbbs Íslands verður haldinn miðvikudagskvöldið 25. maí í félagsheimilinu okkar, Hlíðasmára 9, Kópavogi, 3. hæð.

Dagskrá:
1. Fundur settur, skipan fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana
3. Skýrslur helstu nefnda
4. Ársreikningur 2015 lagður fram og borinn upp til samþykktar
5.  Stjórnarkjör
a)  Kosning þriggja meðstjórnenda til 2ja ára
b)  Kosning tveggja varamanna til eins árs
6.  Kosning skoðunarmanna reikninga

- - - Kaffihlé - - -

7.  Kjörnefnd kynnir úrslit kosninga
8.  Árgjald, umræður og ákvarðanataka
9. Önnur mál
10. Fundargerð lesin og leiðrétt
11. Fundi slitið

Húsið opnar kl. 20.00 og hefst fundurinn kl. 20.30 og eru félagar hvattir til að koma akandi á fornbílum. Aðgangur takmarkast við þá sem greitt hafa félagsgjöld fyrir árið 2016 og hafa þeir einir atkvæðisrétt sem greitt hafa þremur vikum fyrir fundinn. Munið félagsskírteinin. Mætingarstig er eingöngu fyrir mætingu bíla eldri en 25 ára.
[24.05]jsl


Ársreikningur 2015

Ársreikningur er komin á netið fyrir félaga til að kynna sér fyrir aðalfund, prentaða útgáfu er síðan hægt að fá á fundinum sjálfum þann 25.maí. [18.05]jsl


Mynd með frétt
Félagi fallinn frá

Félagi okkar Garðar Schiöth lést þann 11. apríl. Garðar var vel þekktur í klúbbnum, enda mætti hann flest kvöld þó svo að hann væri ekki með bíl á götunni. Hann var búinn að vera aðalskoðunarmaður reikninga klúbbsins í mörg ár og fylgdist vel með innra starfi klúbbsins. Hans verður sárt saknað og vill stjórn senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. Útför var ekki auglýst en hún hefur farið fram að viðstöddum ættingjum og nánum vinum. [23.04]jsl
Frá safnarakvöldi
Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld Safnarakvöld

Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt
Gott fræðslukvöld í gærkvöldi

Guðbrandur Benediktsson heimsótti okkur og fræddi um minjasöfn og verndun minja almennt, enda er fornbílafólk á kafi í verndun minja og sögu. [17.03]jsl


Mynd með frétt
Emeleruð númer

Hp Cars er að taka saman pöntun fyrir emeleruð númer - bæði fyrir bíla og traktora. Það koma 2 stk. af bílnúmerunum en 1 stk. af traktorsnúmerunum. Þeir hafa verið að láta gera prufur sem hafa fengið góðar viðtökur. Verðið hefur verið kr. 35.000,- fyrir bílnúmerin og kr. 15.000,- fyrir traktorsnúmerið. Þar sem stafagerðin er ekki til þarf að teikna númerin upp áður en þau eru send út til emeleringar - allt ferlið tekur því ca 2,5 - 3 mán. Best er að stækka myndina til að sjá þetta betur. Þeir sem hafa áhuga á að láta útbúa númer fyrir sig er velkomið að hafa samband á e-mail: vsh@hpcars.is eða í 897 8550. [05.02]jslUm bíla og álfa

Það er heiti greinar sem Kenneth Vogel skrifaði um ferð sína um Ísland, en hann ásamt félaga sínum heimsótti okkur síðasta sumar og voru þeir auðvitað teknir á rúntinn. Greinin var að birtast í blaði MG klúbbs í Washington. [18.01]jslAndlát
Kristján Jónsson, betur þekktur sem Stjáni Meik, lést mánudaginn 28. desember á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum. Kristján var einn af stofnendum klúbbsins og í raun driffjöðurin í stofnun hans 1977. Stjórn klúbbsins vill senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju 15. janúar kl. 13:00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarreikning Félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma: 0515-26-24303 kt. 580690-2389.
Hér er hægt að sjá viðtal við Kristján frá árinu 1992 [04.01]jsl