Eldri fréttir 2015


Fallinn félagi
Félagi okkar, Ástvaldur Kristmundsson, lést þann 16. október. Ástvaldur var einn af þeim sem fór lítið fyrir en hafði gaman af að mæta á sínum Dodge St. Regis og eins að kíkja í blöð með félögum. Stjórn klúbbsins vill senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. Útför Ástvalds fór fram þann 30. október. [23.11]jslFallinn félagi
Félagi okkar, Björn Jónasson, lést þann 24. október. Björn var ekki búinn að vera lengi í klúbbnum en þekkti vel til okkar og margir félagar hafa átti viðskipti við hann í gegnum tíðina, enda var hann betur þekktur sem Bjössi í Kistufelli. Björn tók við Varahlutaversluninni Kistufelli af föður sínum árið 1993 en þar áður hafði hann starfað sem jarðfræðingur. Stjórn klúbbsins vill senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. Útför Björns fór fram þann 4. nóvember. [07.11]jsl


Félagsskrá uppfærð

Loks hefur verið tími eftir sumarið til að færa inn nýja félaga og bílaeign þeirra, ef vitað er. Félags og bílaskrá er háð upplýsingum frá félögum svo þeir eru hvattir til að senda inn breytingar og þó að þær komi ekki fram strax í skránni, þá er þeim haldið til haga og uppfærðar eftir því sem tími gefst til. Í vetur verður farið yfir myndir sem hafa safnast saman í sumar og fært inn í áföngum. Ítrekað er að spjald í bílinn er ekki gert nema að vélarstærð sé einnig gefin upp. [02.11]jsl


Gjöf til klúbbsins

Í síðustu viku færði Ragna Hrund Friðriksdóttir okkur nokkuð magn af bílabókum og gott safn af DVD myndum, bæði fræðslu og bílaþætti, sem faðir hennar Friðrik Ragnar Eggertsson hafði safnað, en hann lést snemma á árinu eins og hafði áður komið fram hér á síðunni. Klúbburinn þakkar vel fyrir þessa gjöf sem á eftir að nýtast félögum næstu árin. [19.10]jsl


Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt
Esjumelur

Allt að koma með lóðaframkvæmdir á Esjumelnum, búið er að malbika hálfa lóðina, en restin kláruð eftir helgi. Um leið og skipt var um jarðveg voru rör lögð á milli allra húsa fyrir hugsanlegar framtíðarlagnir og einnig voru frárennslislagnir yfirfarnar. [11.10]jsl


Að gefnu tilefni - Ábending frá íbúum miðbæjar

Í gærkvöldi var haft samband við formann klúbbsins og var verið að kvarta undan hraðakstri fornbíla á Hverfisgötu, þar sem er 30km hraði og mikið um fólk og börn á ferðinni alla jafna. Viðkomandi var bent á að enginn rúntur væri hjá okkar klúbbi, en ábendingu yrði komið til skila til fornbílafólks um að haga akstri eftir aðstæðum og hraðamörkum. Fólk er fljótt að setja alla undir sama hatt þar sem fornbíll er fornbíll og hefur enga hugmynd um hverjir tilheyra hvaða klúbbi svo allir eru stimplaðir. Það er einnig staður og stund fyrir allt og miðbærinn er ekki staðurinn fyrr spól eða hraðakstur. [26.08]jslNýjar vörur í Krambúð

Fyrir Landsmót bættust við nokkrar nýjar merktar vörur í Krambúð klúbbsins og er hægt að sjá þær á Krambúðar-síðunni en allt sem við höfum til sölu er hægt að nálgast í félagsheimilinu þegar það er opið og eins er hægt að panta allt í póstkröfu á fornbill@fornbill.is. Það nýjasta er stór og verkleg regnhlíf, fleiri litir af derhúfum, "buff", taupoki og svo nettur vasapeli. [22.07]jslMyndir frá ferðum

Myndir frá fjölskyldu og húsdýragarði, 17. júní og landsmóti eru komnar inn og einnig smá video frá 17. júní og yfirlit frá landsmóti á Youtube rásinni okkar. Myndir eru að finna á myndasíðu 2015. [29.06]jsl


Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt
Landsmótið vel heppnað

Þá er enn einu Landsmótinu lokið og ekki annað að heyra en fólk hafi verið ánægt, enda voru 210 bílar sýndir á laugardeginum og 105 bílar sem tóku þátt í rúntinum við setningu móts á föstudagskvöldið. Veðrið slapp vel til og rétt smá rigning laugardagsmorgni og fínasta veður um kvöldið þegar grillað var. Sunnudagur var núna með rólegra móti og voru grillaðar pylsur upp úr hádegi í glampandi sól. Nýjung í ár var að vera með vefmyndavél frá svæðinu svo að auðvelt væri að sjá hvernig veðrið var og t.d. rúntinn inn á svæðið og verður þetta örugglega á næstu mótum. Myndir eru í vinnslu og koma sem fyrst inn. Landsmótsnefnd vill þakka öllum sem komu að mótinu og svo auðvitað gestum fyrir komuna. [23.06]jsl


Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt
Mótið sett

Landsmót FBÍ 2015 var sett í gærkvöldi með mett fjölda bíla í akstrinum um Selfoss, en 105 bílar ókum bæinn og eitthvað fleiri voru fyrir á svæðinu. Í tilefni dagsins ók kvenfólk í öndvegi og Ásta Stefnándsóttir bæjarstóri setti mótið formlega og síðan bauð BKS í kjötsúpu. Á laugardag verður áherslan á sýningu bíla á milli 13 og 18 en alla dagsrká er hægt að sjá með því að smella á Landsmótsborðan hér ofar og þar til hliðar er linkur á vefmyndavél sem sýnir svæðið. [19.06]jslFréttir frá aðalfundi

Aðalfundur klúbbsins var haldinn í gærkvöldi og voru 66 sem fengu atkvæðaseðla, en samkvæmt lögum klúbbsins þarf að vera búið að greiða árgjald þremur vikum fyrir aðalfund. Venjuleg dagskrá var og að þessu sinni var kosið um formann, þrjá stjórnarmenn og tvo varamenn. Allir sitjandi aðilar gáfu kost á sér, enda er greinilegt að félagar standa ekki í röðum til að taka að sér stjórnunarstörf. Úrslit kosninga er hægt að sjá á síðu um aðalfund. Ákvörðun um árgjald skal taka fyrir á aðalfundi og setti stjórn og gjaldkeri fram tillögu um að hækka árgjaldið í 5500 kr., enda síðast breytt árið 2006. Tillaga úr sal kom um 6000 kr. árgjald og var það samþykkt. Stjórn lagði fram kostnaðaráætlun um framkvæmdir á Esjumelnum sem felast í að jarðvegsskipta því sem eftir er á lóðinni og eins í portinu á milli húsa, endurnýja lagnir og síðan malbika sem mest af lóðinni og ganga frá henni. Framkvæmd var samþykkt með 61 atkvæði á móti 3. Þessi framkvæmd er reyndar langt fyrir innan þau mörk sem stjórn hefur heimild til að fara í án sérstaks samþykkis, en svona ákvarðanir eru best teknar á aðalfundi. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga. [21.03]jsl


Aðalfundur (1), 20. maí

Aðalfundur Fornbílaklúbbs Íslands verður haldinn miðvikudagskvöldið 20. maí í félagsheimilinu okkar, Hlíðasmára 9, Kópavogi, 3. hæð.

Dagskrá:
1.  Fundur settur, skipan fundarstjóra og fundarritara
2.  Skýrsla stjórnar og umræður um hana
3.  Skýrslur nefnda
4.  Ársreikningur 2014 lagður fram og borinn upp til samþykktar
5.  Stjórnarkjör
a)  Kosning formanns til 2ja ára
b)  Kosning þriggja meðstjórnenda til 2ja ára
c)  Kosning tveggja varamanna til 1. árs
6.  Kosning skoðunarmanna reikninga

- - - Kaffihlé - - -

7.  Kjörnefnd kynnir úrslit kosninga
8.  Árgjald, umræður og ákvarðanataka
9. Framkvæmdir á Esjumel
10. Önnur mál
11. Fundargerð lesin og leiðrétt
12. Fundi slitið

Húsið opnar kl. 20.00 og hefst fundurinn kl. 20.30 og eru félagar hvattir til að koma akandi á fornbílum. Aðgangur takmarkast við þá sem greitt hafa félagsgjöld fyrir árið 2015 og hafa þeir einir atkvæðisrétt sem greitt hafa þremur vikum fyrir fundinn. Munið félagsskírteinin. Eftir aðalfundinn verður léttur rúntur ef áhugi er.
[18.03]jsl


Fínn skoðunardagur

Árlegi skoðunardagurinn var síðasta laugardag og voru 99 bílar skoðaðir, en oddatöluárið er alltaf minna þar sem margfalt fleiri bílar eru með skráningu á sléttu ári. Frumherji tók vel á móti félögum eins og venjulega með bakkelsi og síðan voru grillaður pylsur. Eftir skoðun var farið í léttan rúnt niður í miðbæ. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga, einnig eru komnar inn myndir frá kvöldrúnti 06. maí. [17.03]jslBílamessan

Eitthvað er að fjölga í bílamessunni, enda er þetta fínt kvöld með músik, söng og léttri messu án formlegheita. Með fréttinni er smá videó sem sýnir útdrátt úr messunni. Bílamessan er árlega kl. 20 Uppstigningardagskvöld svo auðvelt er að muna eftir henni, enda dagur aldraðra (bíla). [17.03]jsl


 Rúntur apríl Rúntur apríl Rúntur apríl Rúntur apríl Rúntur apríl Rúntur apríl Rúntur apríl Rúntur apríl Rúntur apríl Rúntur apríl Rúntur apríl Rúntur apríl Rúntur apríl Rúntur apríl
Góð mæting í fyrsta rúnt

Fín mæting var í gærkvöldi í fyrsta rúnti sumars, þó að hitastigið hafi ekki alveg verið í samræmi við sumar, en um 40 bílar mættu. Eitthvað hafa félagar verið að dunda í sínum bílum í vetur, kláraðir, málaðir, skipti á bílum og sumir gangsettir eftir langa legu svo það var ýmislegt til að skoða. Farið var síðan rúntur til Mosfellsbæjar og endað í kaffi á Ásláki. [30.04]jslFín fræðsluferð í gærkvöldi

Heimsókn til Hjálparsveitar skáta í Kópavogi var fróðleg og greinilega mikið sjálfboðastarf sem er í gangi þar, en auðvitað vöktu öll farartækin mesta áhuga þeirra sem mættu. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga. [12.03]jslFriðrik Ragnar Eggertsson
Félagi okkar, Friðrik Ragnar Eggertsson, lést þann 25. febrúar. Friðrik var búinn að vera lengi í klúbbnum þó að hann hafi ekki verið mikið með í starfinu, en var þekktur fyrir að vera mikill Chrysler-maður, Stjórn klúbbsins vill senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. Útför Friðriks fer fram frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 10. mars kl. 15. [08.03]jslMyndir frá þorrablóti

Þorrablótið okkar var haldið síðasta laugardagskvöld og var ekki annað að heyra en vel hafi heppnast til með kvöldið. Að venju sá Kjötsmiðjan um matinn og Hrafnar sáu um ballmúsik þegar leið á kvöldið, en fljótlega eftir mat skemmti okkur maður sem hefur margfaldann persónuleika og er þekktur sem Laddi. Hélt hann uppi fjöri bæði með sögum og söng á sinn einstaka hátt. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga. [16.02]jsl


Boddístál

Vorum að frétta að fáanlegt væri núna gott boddístál hjá Guðmundi Ara. Þetta er efni sem er mjúkt og hægt er að forma og upplagt til boddí viðgerða á bílum. Efnisþykkt: 1,00 mm Plötustærð: 1250 x 2500 mm. Efnið er á lager hjá GÁ Smíðajárn, Rauðhellu 2, Hafnarfirði. [05.02]jslPrufukeyrsla á Lödu Sport

Sá sami Jason Torchinsky og er vitnað í hér fyrir neðan hefur sett saman grein um reynslu sína af 2010 Lödu Sport, þegar hann var hér á landi, og ef eitthvað þá fannst honum meira gaman af henni en 2015 Land Rover Discovery Sport, enda Ladan alveg eins og þegar hún var gerð árið 1981 og er án allra nútíma prjáls, þannig að þér finnst þú vera að keyra en ekki sitja heima í sófa. [03.02]jsl


Mynd með frétt
Grein um FBÍ á jalopnik.com

Í janúar hafði Jason Torchinsky samband við okkur og vildi ólmur hitta okkur og fá upplýsingar um klúbbinn um leið og hann var hér á landi við reynsluakstur á bílum frá Land Rover. Jason skrifar reglulega fyrir Jalopnik en sú síða er fyrst og fremst með fréttir sem tengjast bílum. Var farið með hann á Esjumelinn og um leið var farið yfir helsta það sem klúbburinn hefur verið að gera og samkvæmt greininni þá þótti honum þetta allt mjög merkilegt, sérstaklega úr frá hinni frægu höfðatölu. Jason á sjálfur bjöllu og hefur prufukeyrt ótrúlegustu bíla en samt var hann að sjá hér ýmislegt nýtt og hápunktur heimsóknar hans var að fá leigða 2010 Lödu Sport! Hér er hægt að sjá umrædda grein. [30.01]jslÁsgeir Markús Jónsson

Félagi okkar, Ásgeir Markús Jónsson, lést þann 04. janúar. Ásgeir var búinn að vera þó nokkur ár í klúbbnum, en var ekki mikið virkur síðustu ár en fylgdist með og mætti á sínum 1968 Mustang Convertible (G 168).þegar tök voru á .Stjórn klúbbsins vill senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. Útförin fór fram í gærdag. [15.01]jsl