Eldri fréttir - Nóvember 2014

Lokað á Esjumel í desember

Esjumelurinn er kominn í dvala í desember og verður lokað þar til 4. janúar.Númer fyrir jól

Síðasti pöntunardagur á steðjanúmerum fyrir jól er 30. nóvember. [20.11]jslMyndakvöld í Hlíðasmára og Akureyri

Sýnd verður heimildarmynd um færibandið, en þegar Ford endurbætti flæðilínu Ransom E. Olds þá varð bylting í framleiðslu bíla og svo auðvitað í flest öllum ferlum þar sem samsetning fór fram. Húsið opnar kl. 20.30 og sýning hefst kl. 21. Kaffi og með því á kr. 500.

Á Akueyri verður kvöldið haldið í húsnæði BA og opnar þar kl. 20.30, Sýning hefst kl. 21. Kaffi og kleinur.
[17.11]jslHeimsókn í gærkvöldi

Farin var rútuferð í gærkvöldi og rúmlega 60 félagar heimsóttu Hermann Ólafsson og skoðuðu bíla- og dráttarvélasafn hans. Þegar félagar voru búnir að skoða nægju sína var farið í fyrirtæki Hermanns, Stakkavík, þar sem farið var í kaffi og eftir það sýndi hann og Margrét kona hans okkur fróðlegt videó um veiðar og fleira sem tengist fyrirtæki þeirra. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga. [13.11]jslFBF Myndakvöld, 11. nóvember

Sýnd verður heimildarmynd um færibandið, en þegar Ford endurbætti flæðilínu Ransom E. Olds þá varð bylting í framleiðslu bíla og svo auðvitað í flest öllum ferlum þar sem samsetning fór fram. Kvöldið er haldið í húsnæði Fornbílafjelags Borgarfjarðar og húsið opnar kl. 19. sýning hefst kl. 20.30. [11.11]jsl