Eldri fréttir - Október 2014

Ný Markaðssíða

Þar sem eldri útgáfa af markaðssíðunni var hætt að virka og gagnagrunnur hennar bilaður, hefur verið sett upp ný útgáfa sem virkar eins og sú fyrri, en hefur möguleika á fleiri myndum með hverri auglýsingu. Þeir sem ætla sér að nota nýja Fornbílamarkaðinn þurfa að nýskrá sig þó að þeir hafi verið notendur áður. [27.10]jslMagnús Helgi Vigfússon

Félagi okkar, Magnús Helgi Vigfússon, lést þann 23. september. Magnús var búinn að vera nokkur ár í klúbbnum og var í fyrstu að mæta með vinafólki en eignaðist síðan sinn eigin bíl, 1982 Ford Taunus, og var þá yfirleitt með þeim fyrstu að mæta í rúnta eða ferðir og síðast liðið sumar var hann farinn að skipuleggja og leiða rúnta fyrir Ferðanefnd FBÍ. Stjórn og Ferðanefnd klúbbsins vill senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. [22.10]jslMyndakvöld í Hlíðasmára, 15. október

Sýnd verður “Jay Leno - Certified car nut” en Jay er velþekktur bílasafnari og margt fróðlegt að sjá hjá honum. Húsið opnar kl. 20.30 og sýning hefst kl. 21. Boðið verður upp á kaffi og með því.

Myndakvöld á Akureyri, 15. október

Sýnd verður “Jay Leno - Certified car nut” en Jay er velþekktur bílasafnari og margt fróðlegt að sjá hjá honum. Kvöldið er haldið í húsnæði BA, opnar þar kl. 20.30, Sýning hefst kl. 21. [14.10]jslMyndakvöld í Borgarnesi, 14. október

Sýnd verður “Jay Leno - Certified car nut” en Jay er velþekktur bílasafnari og margt fróðlegt að sjá hjá honum. Kvöldið er haldið í húsnæði Fornbílafjelags Borgarfjarðar og húsið opnar kl. 19. sýning hefst kl. 20.30. [13.10]jsl