Eldri fréttir - September 2014


Gunnar Bjarnason

Félagi okkar, Gunnar Bjarnason, húsasmíðameistari, lést þann 15. september. Gunnar var með félagsnúmerið 1356 og var búinn að eiga lengi R 3110 (1946 Willys), hann var þekktur fyrir að sinna viðhaldi og endurgerð gamalla húsa og vann ásamt föður sínum að smíði Þjóðveldisbæjarins að Stöng, smíði miðaldakirkju nálægt Þjóðveldisbænum, Auðunarstofu á Hólum, endurgerð Aðalstrætis 22, Þjóðhildarkirkju á Grænlandi og Þorláksbúð við Skálholt. Stjórn klúbbsins vill senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. Jarðarför Gunnars verður þriðjudaginn 23. september kl. 13 frá Neskirkju. [19.09]jsl


Esjumelur Lokað - Vetrartími

Vetrartími tekur við á Esjumelnum í lok september og verður lokað þann 18. sept. en síðan er opið aftur á sunnudögum kl. 13 - 15 frá og með 28. sept. [18.09]jsl


Hlíðasmári 18 - 21, 16. september

Í vetur verða þriðjudagskvöld í Hlíðasmáranum aftur á dagskrá fram að áramótum. Opið verður frá kl. 18 til 21 þann 02. og 16. september, eru þessi kvöld upplögð fyrir þá sem komast ekki á miðvikudagskvöldum. [15.09]jslStefán B. Gíslason

Félagi okkar Stefán B. Gíslason lést þann 4. september. Stefán var búinn að vera lengi í klúbbnum eins og félagsnúmerið hans 1042 sýnir og þó að Stefán hafi ekki verið virkur í mætingum þá eru margir sem könnuðust við hann og sérstaklega var hann þekktur í vesturbænum, enda margir sem muna eftir 1930 Diamond vörubílnum sem hann átti í 56 ár. Stjórn klúbbsins vill senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. Jarðarför Stefáns verður fimmtudaginn 11. september kl. 15 frá Neskirkju. [10.09]jsl


Þriðjudagskvöld aftur á dagskrá

Í vetur verða þriðjudagskvöld í Hlíðasmáranum aftur á dagskrá fram að áramótum. Opið verður frá kl. 18 til 21 þann 02. og 16. september, eru þessi kvöld upplögð fyrir þá sem komast ekki á miðvikudagskvöldum. [01.09]jsl