Eldri fréttir - Júlí 2014

Rigning um helgina þar sem þú ert?

Ekkert mál, getur dundað þér við að skoða myndir frá viðburðum fram til dagsins í dag. Ýmsir aðilar hafa verið að mynda í ferðum og viðburðum og myndir hafa skilað sér mis hratt og loks var tími til að vinna úr því og koma inn á netið. Þetta eru myndir frá bílskúrsheimsókn 12/02, Nýja Bílasmiðjan 03/03, heimsókn til Einars Gísla. 26/03, sýning í Kauptúni 24/05, kvöldrúntur 04/06, fjölskyldu og húsdýragarður 15/06, kvennarúntur 02/07, Árbæjarsafn 06/07, dráttarvéladagur Hvanneyri 12/07, dagsferð að Skógum 13/07 og svo frá kvöldrúnti 30/07. Myndir fyrir félaga eru hér og svo er Myndasíðu 2014 yfirlit. [31.07]jslJeppa og trukkaferð 15. - 17. ágúst

Farið verður frá Shell Vesturlandsvegi föstudaginn 15. ágúst kl 11. Geysir - Hagavatn á Kili. Þeir sem vilja geta sofið í Hagavatnsskála, verð pr. mann kr. 4500, eða tjaldsvæði kr. 1200 pr.mann. Farið verður svo af stað kl 10 laugardaginn 16. ágúst til Kerlingafjalla. Hægt verður að fá gistingu í skála, kr. 6000 pr.mann eða á tjaldsvæði kr. 1600 pr.mann. Á sunnudeginum 17. ágúst verður haldið til byggða, Hrunamannaafréttur - Flúðir - Reykjavík. Upplýsingar í síma 849 7941, Heiðar Stanley. [20.07]jsl


Mynd með frétt
Varist gömul dekk

Við höfum áður bent á að nauðsynlegt er að passa upp á að vera ekki með gömul dekk undir fornbílnum, og auðvitað öllum bílum, en þar sem eldri bílar eru minna notaðir vill oft gleymast að skipta um dekk. Oft líta menn bara á dekkin og sjá að þau eru lítið slitin, en það segir ekki neitt því gömul dekk verða hörð og missa alla sína eiginleika til að stoppa bílinn og hvað þá að gefa manni þægilega ökuferð. Stundum hefur maður jafnvel heyrt "og hann er meira að segja á original dekkjunum" og þá hugsar undirritaður að hann mundi ekki vilja sitja í þeim bíl niður kambana! Auðvelt er að sjá framleiðsluviku dekkja ef þau eru með DOT merkingu (í USA og sjá mynd) en ef maður man ekki hvenær síðast voru sett ný dekk undir bílinn þá er örugglega komin tími til að skipta. Margir framleiðendur setja fyrir sína söluaðila að selja ekki dekk sem eru eldri en 7-10 ára og almennt er mælt með að nota ekki dekk undir bílum lengur en 10 ár þó að þau séu óslitin. Hjá Vintage Tyres er hægt að lesa smá blogg um herferð í Bretlandi vegna eldri dekkja, en hjá þeim er hægt að finna gott úrval af dekkjum og eins hjá Tire Rack. [18.07]jsl


Langferð Fornbílaklúbbs Íslands 2014, 25. - 28. júlí

Allir eru velkomnir, ekki er nauðsynlegt að mæta á gömlum bílum en klárlega skemmtilegt sjá menn sér fært að mæta á slíkum fararskjótum. Félagar BA eru sérstaklega hvattir til að koma með! Ef veðurspá verður mjög slæm fyrir NA horn landsins þessa helgi þá verður skoðað að ferðin verði færð þangað sem veðursæld er. Vinsamlega staðfestið þátttöku í síma / sms 772-7722 eða á mail gizmo@internet.is, mjög erfitt er að gera áætlanir þegar ekki er vitað um áætlaða þátttöku. Lagt verður af stað föstudaginn 25. kl 13:00 frá Akureyri, safnast verður saman t.d. við Flugsafnið og ekið svo þaðan beint á Húsavík. Flugsafnið opnar kl 11 ef menn vilja kíkja á safnið fyrir brottför. Staðfesting fæst vonandi um helgina að það verði frátekið fyrir okkur ca 10-15 stæði á tjaldstæðinu Húsavík, þar verður þröngt um fólk, þar sem þetta hittir á Mærudaga sem er bæjarhátíð Húsavíkur. Ef allt þrýtur þá er hægt að tjalda hjá félaga okkar Sverri Ingólfssyni að Ystafelli en þar er þó ekki þjónusta eða rafmagn en gott tún og rennandi vatn og kostnaður engin. Um 20 mín. akstur er frá Ystafelli inn að Húsavík. Föstudagskvöldið er boðið til grillveislu að Ystafell ásamt BA. Ef einhver kostnaður verður þá verður honum haldið í lágmarki en vonandi tekst með styrkjum vildavina að gera góða veislu án kostnaðar fyrir félaga FBÍ og BA. Laugardagurinn er þéttskipaður dagskrá Mærudaga Húsavíkur, Ef veður er gott er hægt skreppa í bíltúr til Ásbyrgi en þangað eru 65 km. frá Húsavík. Þetta verður bara tekið eftir stemmingu. Sunnudagur: Farið í Byggðasafnið Grenjaðarstöðum (opið 10-18) og skoðað í nálægan bragga sem er víst fullur af leyndardómum hjá Jóni Sigurðssyni. Mánudagur, Mývatn og jarðböðin þar skoðuð og ferð enduð. [14.07]bþÁhugavert efni á Rúv

Lýsing þáttar:
Í þættinum var fjallað um ellefta landsmót Fornbílaklúbbs Íslands, haldið á Selfoss dagana 20-22 júní síðastliðinn. Rætt var við eigendur bíla um hvaðan áhuginn kemur, hvað réði vali þeirra á bifreið og ýmis einkenni íslenskra fornbílaeigenda. Saga bílanna hlljómar í frásagnar sem og vélagangsformi!
[08.07]jslHlynur Eggertsson

Félagi okkar Hlynur Eggertsson lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 1. júlí. Hlynur var búinn að vera áratugi í klúbbnum og var vel þekktur meðal félaga. Hlynur og eiginkona hans, Jóhanna, voru sérstaklega dugleg að mæta í allar lengri ferðir og útilegur klúbbsins og yfirleitt með þeim fyrstu á staðinn. Hlyns verður mikið saknað og stjórn klúbbsins vill senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. Jarðarför Hlyns verður fimmtudaginn 10. júlí kl. 14 frá Akranesskirkju, æskilegt að félagar mæti á sínum fornbílum. [07.07]jsl