Eldri fréttir - Júní 2014


Myndir frá landsmóti komnar inn

Búið er að fara yfir og flokka þær myndir sem voru teknar um helgina og er komið yfirlit inn á Myndasíðu og eins stærri og fleiri fyrir félaga á þeirra svæði. Mótið tókst mjög vel þótt að rignt hafi í byrjun laugardags, en þeir sem mæta á mótið eru sem betur fer ekkert að spá í það og vilja bara eiga góðan dag saman. Mikið var um gesti sem komu til að skoða bílana og hitta félagana og var stanslaus röð í vöfflusölunni. Nokkrir bílar voru "frumsýndir" á mótinu eftir uppgerð eða lagfæringar og þar á meðal var fyrsti alvöru "rat-rod" sem við

sjáum hér, enda var hann valinn athyglisverðasti bíllinn af dómnefnd. Fallegasti bíllinn var valinn 1985 Lada Lux (Hinrik B. Pétursson) sem hefur verið einstaklega vel uppgerð, fyrir skemmtilega uppstillingu hlaut eigandi að 1972 Ford Mustang (Friðvin Ingi Berndsen), en hann var með myndir af ýmsum útskiptum hlutum úr bílnum til sýnis. Lengst að kominn var auðvitað félagi okkar Andreas Schütt frá Þýskalandi sem mætti auðvitað á Ford Granada. Um kvöldið voru rétt rúmlega 200 manns í grillinu og á meðan beðið var eftir matnum spilaði hljómsveit klúbbsins sem er mest megnis hinir upprunalegu Papar ásamt gestaspilurum. Á sunnudeginum voru léttar bílaþrautir byggðar á gömlu ökuleiknis forminu, brons hlaut Árni Þorsteinsson, silfur Hinrik B. Pétursson og gull Andreas Schütt. Í kvennaflokki var bara ein sem keppti, Áslaug Alexandersdóttir, og hlaut hún gull enda gaf hún körlunum ekkert eftir. Landsmótsnefnd vill svo að lokum þakka öllum þeim sem komu að mótinu með einum eða öðrum hætti. [26.06]jslSteðjanúmer og pantanir fyrir sumarið

Frestur til að panta plötur fyrir sumarfrí smíðanefndar er föstudaginn 27. júní, smíðað verður síðan aftur í lok ágúst. Auðvitað verður tekið við pöntunum fram að þeim tíma, en þau númer verða ekki afgreidd fyrr en í september. [24.06]jsl


Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt
Gott landsmót afstaðið

Enn einu góðu landsmóti lauk í gær, eftir vel heppnaða helgi. Rétt um 215 bílar voru á svæðinu um miðjan laugardag og eftir smá rigningu fyrir hádegi var ágætis veður til að halda sýningu og mikið um gesti sem komu til að hitta félaga og sjá bíla þeirra. Um kvöldið var grillað fyrir 200 manns og á sunnudeginum voru léttir bílaleikir fyrir félaga og lauk mótinu síðan kl. 16. Fleiri myndir verða birtar fljótlega þegar verður búið að flokka og fara yfir þær. [23.06]jsl.


Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt
Mótið sett

Ellefta landsmót Fornbílaklúbbsins var sett í gærkvöldi með keyrslu tæplega 100 bíla að mótsstað sem er Gesthús-tjaldsvæði. Fínasta veður var í gærdag og er spáin fín fyrir laugardag og sunnudag. Að venju verður sýning bíla frá kl. 13. – 18. laugardag en eftir það er svæðið helgað félagsmönnum og gestum þeirra. Á sunnudeginum verða bílaleikir eftir hádegi og mótinu síðan slitið um kl. 16.30. [20.06]jsl.


Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt
Landsmót 2014 gert klárt

Að venju verður hópakstur austur á föstudagskvöld 20. júní frá Reykjavík. Mæting er á planið hjá MS kl.18. Brottför austur verður kl. 19 í 5-6 bíla hópum. Ekið verður um Þrengslaveg og framhjá Eyrarbakka til Selfoss. Mótið sett með rúnti um Selfoss að mótsstað kl. 20.30. Landsmótið verður síðan sett formlega og Bifreiðaklúbbur Suðurlands býður uppá kjötsúpu í stóra tjaldinu
[20.06]jsl.Landsmót Selfossi (3), 20-22 júní

Nú eru örfáir dagar í ellefta landsmót fornbílafólks á Selfossi. Landsmótsnefnd býst ekki við öðru en að fornbílaeigendur verði duglegir að mæta með bíla sína og um leið hitta annað fólk með sama áhugamál. Að venju verður hópakstur austur á föstudagskvöld 20. júní frá Reykjavík. Mæting er á planið hjá MS kl.18. Brottför austur verður kl. 19 í 5-6 bíla hópum. Ekið verður um Þrengslaveg og framhjá Eyrarbakka til Selfoss. Mótið sett með rúnti um Selfoss að mótsstað kl. 20.30. Landsmótið verður síðan sett formlega og Bifreiðaklúbbur Suðurlands býður uppá kjötsúpu í stóra tjaldinu. Dagskrá helgarinnar verður með hefðbundu sniði (dagskrá er á www.fornbill.is) en í ár viljum við ýta undir að eigendur séu meira við bíla sína og helst með myndir eða annað frá sögu bílsins. Erlendis eru eigendur mikið við bíla sína og hitta alla gesti, með þessu móti getur skemmtileg stemmning myndast og fólk kynnist betur. Einnig verða í ár veitt verðlaun fyrir bestu uppstillingu bíls/umhverfis. Allar nánari upplýsingar um dagskrá og mótið er að finna á www.fornbill.is og www.facebook.com/landsmot2010. Mótið er haldið í samvinnu við Árborg.
Sérstakur afsl. fyrir félaga sem nota Shell/Orkunar kort eða lykla:
12. kr. föstudaginn 20. júní (allar stöðvar)
12. kr. sunnudaginn 22. júní (Orkan Selfossi)
[18.06]jsl