Eldri fréttir - Apríl 2014


1. Kvöldrúntur (1)

Þá er komið að því, dusta rykið af bílnum, setja í gang og mæta í Hlíðasmárann kl. 20 og taka rúnt með öðrum félögum. Ekið verður um Hafnarfjörð og endum síðan aftur í Hlíðasmáranum í kaffi. Leiðarlýsing [29.04]jslFBF Aðalfundur

Aðalfundur FBF verður þriðjudagskvöldið 29. apríl kl. 20.00 í Samgöngusafninu í Brákarey. [28.04]jsl


Vegna árgjalda 2014

Bent er á að greiða þarf árgjald fyrir 29. apríl til að teljast gildur félagi á aðalfundi. Útstrikun miðast við þessa dagssetningu og blaðið okkar Fornbíllinn verður sent út til greiddra félaga í byrjun maí. [25.04]jslGleðilegt fornbílasumarBA-Rúntur á Melgerðismela (1), 24. apríl

Í tilefni fyrsta sumardags verður akstur til Melgerðismela og farið þar í kaffi. Mæting er við Shell Hörgárbraut og brottför er kl. 13. Dagskrá er auðvitað háð færð og veðri.

FBF Safnadagur á Vesturlandi, 24. apríl

Fornbílafjelag Borgarfjarðar tekur þátt í safndegi og verður opið í safni þeirra í Brákarey á milli kl. 13 og 17. Verða jafnvel einhverjir bílar viðraðir láti sú gula sjá sig til að minna á sumar. [23.04]jslMyndakvöld 23. apríl

Þetta kvöld verða sýndir fjórir þættir úr “My Classic Car” en í þeim er yfirleitt eitt aðalefni þó að önnur stutt skot komi inn á milli. Nr.1. Beatersville (bílasamkoma) Nr.2. Jay Leno's Tatra & Lambo Nr.3. Gold Rush Car Show Nr.4. Fiat & Alfa-Romeo Replica-Racers Hlíðasmárinn opnar kl. 20.30 og sýning hefst kl. 21, gert verður gott kaffihlé. [22.04]jsl


Opið þriðju- og miðvikudagskvöld

Hlíðasmárinn verður opinn annað kvöld frá 18 - 21 og svo miðvikudagskvöldið 20.30 - 23. Lokað verður á Esjumelnum um páska. [14.04]jslMánudagsbíó 20.30 - 23

Muna ekki allir eftir Bandit, Cledus, Little Enos, Big Enos og Buford T. Justice? Upplagt er að endurnýja kynnin við þá þetta kvöld, ekki skemmir að slatti af bílum kemur fram í myndinni. Húsið opnar kl. 20.30 og sýning myndar byrjar kl. 21, ekkert hlé verður gert enda njóta myndir sín best án þess. [13.04]jsl


Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt
Blöð í félagsheimilinu

Fornbílaklúbburinn er áskrifandi að nokkrum bílablöðum sem eru aðgengileg í bókasafninu, einnig koma félagar oft með ýmis blöð sem þeir hafa lokið við að lesa og leyfa öðrum að skoða. Tvær tölvur eru einnig í bókasafninu svo auðvelt er að fara á netið til að leita eftir hlutum eða upplýsingum. [11.04]jsl


Fornbílasala í Flórída

Þegar leitað er eftir bíl langt frá heimaslóðum þá er alltaf gott að geta haft samband við einhvern sem er tengdur Íslandi. Jón Þór Svansson-Reynisson Jonsi2468@yahoo.com vinnur á fornbílasölu í Flórída og er hægt að hafa samband við hann, sé verið að leita eftir fornbíl. Þeir geta sent bíl hvert sem er og eru staðsettir ca. 1klst. fjarlægð frá Sanford International flugvellinum. [10.04]jslFræðslumynd í Hlíðasmára

Sýnd verður fræðslumynd um sögu flugs á Brooklands í Bretlandi, en þar varð einnig til saga Breta í kappakstri og fyrsta sérgerða kappakstursbrautin gerð árið 1907. Þar voru mörg hraðametin sett í bílum eins og Napier, Delage, Mercedes, Bentley og Bugatti. En Brooklands tengist líka hraða með öðrum hætti þar sem flugvélar hafa verið stór partur af sögu Brooklands frá 1908 og um leið flugsögu á Bretlandi. BAC, Bleriot, British Aerospace, Hawker, Sopwith og Vickers eru allt aðilar sem hafa verið með framleiðslu og þróun véla á þessu svæði og ekki má gleyma að stór hluti Concorde var gerður þar. Áætlað er að 18,600 flugvélar af 250 tegundum hafi verið framleiddar eða fyrst flogið á Brooklands. Í dag er mikið safn þar af bílum og flugvélum sem er til sýnis í mörgum upprunalegum húsum staðarins. Hlíðasmárinn opnar kl. 20.30 og sýning hefst kl. 21, gert verður gott kaffihlé. [07.04]jslFræðslumynd í Borgarnesi

Sýnd verður myndin “Konsúll Thomsen keypti bíl” í tilefni þess að í ár eru 110 ár frá því að fyrsti bíllinn kom til Íslands. Myndin er sýnd í húsnæði FBF í Brákarey. Húsið opnar kl. 19 og sýning hefst kl. 20. [06.04]jsl