Eldri fréttir - Febrúar 2014


Bíókvöld í Hlíðasmára

Sýnd verður Gone in 60 Seconds (upprunalega myndin) en í henni er gengi að stela eftirsóttum bílum, en erfitt reynist að ná einum og verður auðvitað mikil eftirför. Myndin var tekin mikið til meðal almennings sem vissi oft ekki að það var verið að gera mynd svo viðbrögð fólks gátu verið skrautleg þegar árekstrar verða. Hlíðasmárinn opnar kl. 20.30 og sýning hefst kl. 21, gert verður gott kaffihlé. [25.02]jslPiparsveinar í djúpum pytti í Búðardal


"Árið 1963 til 1965 voru nokkrir piparsveinar af Suðurlandi á ferðalagi um Ísland á Dodge Weapon rútubifreið í eigu Guðmundar Tyrfingssonar hópferðaleyfishafa á Selfossi sem sat undir stýri í ferðinni." Svona hefst grein á vefnum budardalur.is er þarna er smá frásögn um ferð sem var farin á X 718 sem var fyrsta hópbifreið Guðmundar Tyrfingssonar. Með þessari grein er skemmtilegt video sem sýnir þegar bílnum er bjargað úr þessum pytti og eins lengri útgáfa sem sýnir meira úr ferðinni. [20.02]jslFræðslukvöld í Hlíðasmára

Mynd frá ferð sem farin var á fimmta áratugnum frá London til Singapore á Land Rover bílum þess tíma. Einnig verður sýnd mynd frá framleiðslu Land Rover á þessum árum. Ef menn hafa ekki fengið nóg, þá er einnig áætlað að sýna stutta mynd sem er úr safni Heklu hf þar sem farið er á Land Rover inn á hálendið um vetur með þeim búnaði sem þá var tiltækur. Hlíðasmárinn opnar kl. 20.30 og sýning hefst kl. 21. Gert verður gott kaffihlé, kaffi og bakkelsi á kr. 500. [18.02]jslÞorrablótið

Árlega þorrablótið var haldið í annað sinn í húsnæði okkar í Hlíðasmáranum og var fullt hús, með 120 í sæti. Maturinn var að venju frá Kjötsmiðjunni og auðvitað var boðið upp á skemmtiatriði, en Ari Eldjárn sagði brandara og kórinn Stormsveitin flutti nokkur lög. Frá kl. 23 tók hljómsveit hússins við og spilaði undir dansi til kl. 01 þegar blótinu lauk. Var ekki annað að heyra en vel hafi tekist til og vill formaður þakka öllum sem komu að þessu fyrir þeirra framlag. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga. [17.02]jsl


Þorrablót FBÍ

Laugardagskvöldið 15. febrúar verður hið árlega þorrablót Fornbílaklúbbsins, húsið opnar kl. 19 og borðhald hefst kl. 20. Smá skemmtiatriði verða í lok matar, en hljómsveit hússins spilar síðan fyrir dansi milli 11-01.Bílskúrsheimsókn 12. febrúar

Bílskúrsferð til Ólafs Óskarssonar, en hann er að gera upp Citroën Traction Avant frá 1946 sem eru merkis bílar í bílasögunni. Opið verður í Hlíðasmára samhliða fyrir þá sem ekki hafa áhuga á skoðunarferðinni. Farið verður frá Hlíðasmára 9 milli 20.30 og 21 eða mæting er beint til Ólafs að Skálagerði 4. [12.02]jslFBF Myndakvöld, 11. febrúar

Sýnd verður fræðslumynd um tilurð Trabantsins sem segir m.a. frá þeim erfiðleikum sem við var að glíma í því sambandi í A-þýzka alþýðulýðveldinu á þeim tíma, einnig hefði líka verið erfitt að sjá fyrir endurnýjuðum vinsældum Trabants í dag. Myndin er sýnd í húsnæði FBF í Brákarey. Húsið opnar kl. 19 og sýning hefst kl. 20. [11.02]jslMánudagsbíó 20.30 - 23, 10. febrúar

Stórmyndin The Untouchables frá árinu 1987, eftir leikstjórann Brian De Palma, er án efa ein besta mynd sem hefur komið er fjallar um baráttu Eliot Ness við Al Capone. Kevin Costner, Sean Connery, Robert De Niro, Charles Martin Smith. Húsið opnar kl. 20.30 og sýning myndar byrjar kl. 21, ekkert hlé verður gert enda njóta myndir sín best án þess. [10.02]jsl


Fræðsluferðin

Í gærkvöldi var farið í heimsókn í Slökkviliðsminjasafns Íslands og var farið í rútu frá félagsheimilinu. Eftir að hópurinn hafði verið boðinn velkominn byrjaði þessi fína kynning á öllum sýningargripum safnsins og ýmsar reynslusögur sagðar í leiðinni, af þeim sem voru á vakt þetta kvöld. Safnið er vel þess virði að skoða en margir vita hreinlega ekkert af því, safnið er opið um helgar frá kl: 13:00-17:00. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga. [06.02]jsl


Mynd með frétt
Fræðsluferð - Heimsókn

Slökkviliðsminjasafns Íslands verður heimsótt þetta kvöld og safnið skoðað. Lagt verður af stað með rútu stundvíslega kl. 20:00 frá húsnæði okkar, Hlíðasmára 9, miðvikudaginn 5. febrúar. Fyrir þá sem vilja mæta beint þá er safnið í Ramma-húsinu, Seylubraut 1, Innri-Njarðvík (stórt grámálað hús er liggur samsíða Reykjanesbrautinni - slökkvibíll trónir utan á húsinu). [04.02]jsl


Hlíðasmári 18 - 21, 4. febrúar

Þriðjudagskvöldin 4. og 18. febrúar verða opin frá kl. 18 til 21 og auðvitað heitt á könnunni og öllum frjálst að koma með eitthvað til að sýna á tjaldinu. [03.02]jsl