Eldri fréttir - Janúar 2014


Fræðslukvöld í Hlíðasmára

Þorgeir Kjartansson mun sýna myndir frá heimsókn haustið 2012 í lítið fjölskyldusafn um ævi Harry Ferguson, en safnið er á ættarsetri Ferguson fjölskyldunnar á Isle of Wight. Safnið er lítið en hefur að geyma mikinn fróðleik um ævi Ferguson en hann kom víðar við en í dráttarvélageiranum. Dagskrá byrjar kl. 21 og húsið opnar kl. 20.30. [28.01]jslÞorrablót FBÍ

Laugardagskvöldið 15. febrúar verður hið árlega og vinsæla þorrablót Fornbílaklúbbsins, blótið verður haldið í Hlíðasmáranum. Verðið er 3.500 kr. á mann fyrir félaga og er þorrahlaðborð (Kjötsmiðjan) innifalið, en drykkir verða seldir gegn vægu gjaldi svo ekki er ástæða til þess að koma með nesti. Hljómsveit hússins spilar fyrir dansi milli 11-01. Það er vissara að panta miða sem fyrst á fornbill@fornbill.is eða í síma 895-8195, því að á síðasta ári varð fljótt uppselt (ath. ógreiddir miðar verða seldir eftir 5. febrúar). Til greiða miða í banka: 0135-26-000530 kt. 490579-0369 með tilvísun í kennitölu viðkomandi. Forsala miða verður einnig á öllum miðvikudagskvöldum okkar í Hlíðasmáranum. Nánar í næstu skilaboðum og hér á heimasíðunni.fornbill.is. [23.01]jslFræðslumynd í Hlíðasmára

Sýnd verður myndin “Konsúll Thomsen keypti bíl” í tilefni þess að í ár eru 110 ár frá því að fyrsti bílinn kom til Íslands. Hlíðasmárinn opnar kl. 20.30 og sýning hefst kl. 21. Gert verður gott kaffihlé, kaffi og bakkelsi á kr. 500. [21.01]jsl

Hlíðasmári 21. janúar kl. 18-21.

Til prufu verða tvö kvöld í mánuði einnig opin á þriðjudagskvöldum, en vitað er að margir komast ekki á miðvikudagskvöldum. Opin verður frá kl. 18 til 21 og auðvitað heitt á könnunni og öllum frjálst að koma með eitthvað til að sýna á tjaldinu eða fræða aðra um. [20.01]jslFræðslumynd í Borgarnesi

Sýnd verður mynd um sögu Land Rover en hann varð til úr því sem var hægt að moða upp úr WWII en þróaðist hratt í alhliða vinnutæki í sveitum Bretlands, en var líka nothæfur til að kíkja í þorpið. Myndin er sýnd í húsnæði FBF í Brákarey. Húsið opnar kl. 19 og sýning hefst kl. 20. [13.01]jslMánudagsbíó

Á næstu mánuðum verður til prufu bíókvöld einu sinni í mánuði og oftast annan mánudag hvers mánaðar. Þessi kvöld verða alveg aukalega við aðra dagskrá og þær myndir sem verða sýnda ekki endilega bílatengdar heldur frekar sígildar myndir sem er gaman að horfa á með öðrum. Húsið opnar kl. 20.30 og sýning myndar byrjar kl. 21, ekkert hlé verður gert enda njóta myndir sín best án þess.

Sýnd verður Bond myndin Goldfinger, í henni kemur Aston Martin DB5 fyrst fram.
[12.01]jsl


Jan-Jún 2014 Júl-Des 2014 2014 allt árið
Dagatalið að fæðast

Nú er dagatalið fyrir 2014 að skríða saman og er 99% af ferðum/kvöldum komið á hreint og vonandi verður hægt að senda það í prentun í næstu viku. Það sem liggur fyrir er komið inn á dagskrána hér og einnig er hægt að ná í pdf útgáfu til að skoða eða prenta út, en tekið er fram að smá breytingar geta átt sér stað. Í ár er einnig boðið upp á öðruvísi útgáfu sem hægt er að prenta út, en þeirri útgáfu verður ekki dreift nema á netinu og er það á dagskrásíðunni, bæði sem allt árið og eins hver mánuður sér. [09.01]jslBíókvöld í Hlíðasmára, 08. janúar


Við byrjum nýtt ár með því að sýna bílamyndina Bullitt, en hún er talin ein sú besta bílamynd sem hefur verið gerð og hefur að geyma eitt lengsta bílaeltingaratriði sem gert hefur verið en það er rúmlega 10mín og er um leið eitt raunverulegasta sem gert hafði verið á þessum tíma. Aðalleikarar eru 1968 Ford Mustang 390 GT 2+2 Fastback og 1968 Dodge Charger 440 Magnum. Hlíðasmárinn opnar kl. 20.30 og sýning hefst kl. 21 gert verður gott kaffihlé. [07.01]jsl


Hlíðarsmári 07. janúar

Þriðjudagskvöld í Hlíðasmáranum, húsið opnar kl. 18 og auðvitað heitt á könnunni. [06.01]jsl