Eldri fréttir - Nóvember 2013

Lokadagur númerapantana

Sé ætlun að panta númeraplötur fyrir jól, eða hafa klárar fyrir janúar, þá er lokadagur pantana á þessu ári þriðjudagurinn 3. desember.

Ath. Desember lokun á Esjumelnum frá og með 1. desember, hægt er að ná formann nefndar í 660 1763 ef nauðsynlegt er. [29.11]jslSjaldgæfir bílar

Fengum sendar nokkrar myndir af þessum sjaldgæfu bílum og sem þú hefur jafnvel aldrei séð áður. [27.11]jsl


Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt
Konukvöld

Nokkrar konur félaga tóku sig saman og fengu kynningu á snyrtivörum frá Avon í gærkvöldi. Var boðið upp á kaffi og konfekt og engir karlar til að trufla. Góð aðstaða er til að halda hverskonar kvöld í félagsheimilinu og stendur það til boða fyrir hverja þá í klúbbnum sem vilja gera eitthvað saman með öðrum félögum, svo framanlega sem það er auglýst fyrirfram í Skilaboðum og sé opið öllum félögum. [22.11]jslFræðslukvöld Hlíðasmára, 20. nóvember

Þetta kvöld mun félagi okkar Rúnar Sigurjónsson halda áfram með fræðsluefni sitt um uppgerð og að þessu sinni verður farið yfir helstu atriði sem teljast til undirvagns, en byrjað verður á smá upprifjun frá fyrri fræðslukvöldum í vor. Húsið opnar kl. 20.30 og dagskrá hefst kl. 21, gert verður gott kaffihlé, kaffi og bakkelsi á kr. 500. [19.11]jslMyndir frá Classic Motor Show 2013

Um helgina var stóra fornbílasýningin haldin í nokkrum sölum NEC í Birmingham, en þessi sýning hefur verið haldin árlega síðustu 30 ár og er lokasýning helstu bílaklúbba í Bretlandi. Í fyrra (2012) komu 60.000 gestir og veitir ekkert af 2 dögum til að skoða þessa 1500 bíla sem sýndir eru. Á Flickr er hægt að sjá myndir frá sýningunni og örugglega bætast þarna við fleiri þegar líður á helgina. [18.11]jsl


Ný kvöld í Hlíðasmáranum

Til prufu verða tvö kvöld í mánuði einnig opin á þriðjudagskvöldum, en vitað er að margir komast ekki á miðvikudagskvöldið eða á þeim tíma sem opið er þá. Þriðjudagskvöldin verða opin frá kl. 18 til 21 og auðvitað heitt á könnunni og öllum frjálst að koma með eitthvað til að sýna á tjaldinu eða fræða aðra um. Fram til áramóta verður opið 12. nóv, 23. nóv. og 10. des., [07.11]jsl


Móttaka efnis og mynda

Fornbílaklúbburinn hefur um langt skeið safnað ýmsu sem viðkemur bílasögunni, bókum, myndum og fl. Auðveldara er nú að koma þessu fyrir og flokka eftir að við komumst í okkar eigið húsnæði og af gefnu tilefni er bent á að það er alltaf stjórnarmaður á vakt þegar opið er á miðvikudagskvöldum okkar, svo auðvelt er að koma efni og munum til okkar. Einnig er auðvelt fyrir okkur að skanna myndir svo klúbburinn geti eignast eintak án þess að viðkomandi missi sitt. Hægt er líka að hafa samband við okkur á fornbill@fornbill.is og svo formann í síma 895 8195 á dagtíma. [04.11]jsl