Eldri fréttir - Október 2013

Staða bókasafnsvarðar laust

Sigurbjörn Helgason sem hefur um áratugaskeið verið með umsjón yfir gagna- og minjasafni klúbbsins hefur ákveðið að draga sig í hlé og er þar með vöntun á einhverjum til að sjá um bókasafnið (uppröðun og flokkun bóka, almenn umsjón um bókasafnið, utanhald um þau blöð sem klúbburinn kaupir og fl. tilheyrandi). Stjórn klúbbsins vill um leið þakka Sigurbirni fyrir starf sitt í þessari nefnd í gegnum árin. [31.10]jsl


Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt Mynd með frétt
Myndir úr Smáranum

Í síðustu viku voru mætingarverðlaun afhent og voru þó nokkuð fleiri sem fengu verðlaun í ár. Þeir sem hafa verið að mæta reglulega hafa tekið eftir að ýmislegt smálegt er að bætast við vikulega t.d. er smá saman verið að raða upp ýmsum munum í glerskápana félögum til gamans og fróðleiks. Nokkur kvöld í síðustu viku hafa farið í að koma hljóðkerfinu í gang og var það prufukeyrt á bjórkvöldinu, lofar það góðu og verður hægt að vera með góða dreifingu á hljóði án þess að keyra músik eða annað mjög hátt og verður gaman að heyra hvernig það kemur út við næstu myndasýningu. Tvær nýjar tölvur eru komnar á bókasafnið til afnota fyrir félaga, einnig ný ljósritunarvél. [28.10]jslVerðlaunaafhending

Viðurkenningar fyrir mætingar fyrir sumarið 2013 verða afhentar miðvikudagskvöldið 23. október í Hlíðasmáranum. Húsið opnar kl. 20.30 og dagskrá hefst kl. 21. Að lokinni afhendingu verða myndir frá sumrinu sýndar ókynntar á meðan félagar fá sér kaffi. Eftirtaldir félagar fá viðurkenningar miðað við stöðu skráninga í lok september.
Gull 19 eða fl. punktar.: Árni og Guðný, Ársæll A. Árnason, Bjarni Þorgilsson, Björn Magnússon, Herbert Oddur Pálsson, Hilmar Helgason, Jens Kristján Jensson, Kristinn Sigurðsson, Kristín Sunna Sigurðardóttir, Sigurður og Marý, Símon Arnar Pálsson.
Silfur 16 til 18 punktar.: Jón Hermann Sigurjónsson, Sigurbjörn Helgason, Steingrímur og Guðný, Þórður Helgi Bergmann.
Brons 11 til 15 punktar.: Grétar Páll Ólafsson, Guðmundur B. Pálsson, Gunnar og Sigrún, Gunnar Már og Gerður, Kjartan og Gerður, Orri Freyr Indriðason, Ragnar Jóhannsson, Sveinn Þorsteinsson, Þorgeir og Ása.
[22.10]jsl98 okt aftur fáanlegt

Nú er aftur hægt að fá 98 okt blýlaust bensín hjá Skeljungi, á Shell Vesturlandsvegi og á Akureyri Hörgárbraut. Eins og er þá er líterinn á 289,9. [21.10]jslÍtrekað, enn vantar í Ferðanefnd

Ferðanefnd er að raða saman dagskrá fyrir næsta ár og enn vantar fleiri aðila til að koma að þessu starfi. Leitað er bæði eftir aðilum sem geta verið meira og minna í starfinu og einnig til að taka að sér staka rúnta og sérstaklega eru skemmtilegar nýjungar vel þegnar. Formaður Ferðanefndar er Símon Arnar Pálsson og er hægt að hafa samband við hann í síma 861 5591 fyrir þá sem vilja leggja sitt fram fyrir félagana. Máltækið að það sé sælla að gefa en að þiggja á líka við í félagsstarfi. [17.10]jsl


Móttaka efnis og mynda

Fornbílaklúbburinn hefur um langt skeið safnað ýmsu sem viðkemur bílasögunni, bókum, myndum og fl. Auðveldara er nú að koma þessu fyrir og flokka eftir að við komumst í okkar eigið húsnæði og af gefnu tilefni er bent á að það er alltaf stjórnarmaður á vakt þegar opið er á miðvikudagskvöldum okkar, svo auðvelt er að koma efni og munum til okkar. Einnig er auðvelt fyrir okkur að skanna myndir svo klúbburinn geti eignast eintak án þess að viðkomandi missi sitt. Hægt er líka að hafa samband við okkur á fornbill@fornbill.is og svo formann í síma 895 8195 á dagtíma. [14.10]jslFræðslumynd í Borgarnesi, 08. október

Sýnd verður mynd um Ford T í tilefni þess að Ford kom fyrst til Íslands í júní árið 1913. Kvöldið er haldið í húsnæði Fornbílafjelags Borgarfjarðar og húsið opnar kl. 19. sýning hefst kl. 20.30.

Í vetur verður FBF með opið á þriðjudagskvöldum á milli 19 og 22, félagar FBÍ á svæðinu eru velkomnir á þau kvöld eins og FB félagar eru alltaf velkomnir til FBÍ vegna gagnkvæms samstarfs.
[07.10]jsl