Eldri fréttir - Ágúst 2013

Hvolsvöllur 80 ára

Þann 1. september verður haldið uppá 80 ára afmæli Hvolsvallar með pomp og prakt. Boðið verður uppá kaffi og rjómatertu auk þess sem saga kauptúnsins verður rakin og nokkur skemmtiatriði. Þegar haldið var uppá 60 ára afmælið mættu félagar úr Fornbílaklúbbnum og settu svo sannarlega svip á bæinn og nú er óskað eftir hvort einhverjir séu tilbúnir til að taka haustbíltúr austur þennan dag. Dagskrá er alveg frá 10.30, en sjálf hátíðardagskráin er kl. 15 í Félagsheimilinu Hvoli og stendur til
kl. 17.
[30.08]jsl

Stórsýning Mercedes-Benz klúbbs Íslands í tilefni af 10 ára afmæli klúbbsins.

Sýningin verður í húsnæði Öskju, Mercedes-Benz umboðsins á Íslandi, að Krókhálsi 11. Á staðnum verður að finna hluta af glæsilegustu Benzum landsins, bæði gömlum sem og nýjum. Þetta verður sannkölluð "stórstjörnusýning" !! Opnunartímar:
Laugardag frá 10-16
Sunnudag frá 12-16
Aðgangur er ókeypisWings & Wheels aukastig (1) 31.ágúst

Hefð er orðin fyrir því að fornbílar mæti á sýninguna Wings & Wheels á Tungubökkum sem er haldin í tengslum við bæjarhátíð í Mosfellsbæ. Svæðið opnar klukkan 12:00 og eru allir velkomnir þá. Æskileg viðvera fornbílamanna er frá 13:30 til 16:30. Karamellukast verður fyrir börnin (og fullorðna!) klukkan 16:30. Sýningunni lýkur klukkan 17:00. [29.08]jsl


Myndir frá síðustu rúntum

Þann 18. ágúst var farið í dagsferð austur á Stokkseyri og kíkt í fjöru, veðrið var ekki alveg það besta fyrir svona ferð, en betra tók við þar sem seinni partur ferðarinnar var innanhúss þegar flott einkasafn um sögu flugvallarins á Kaldaðarnesi var skoðað. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga.

Miðvikudagskvöldið 21. ágúst var farin góður rúntur um bæinn sem endaði síðan út á kvartmílubraut þar sem félagar í KK buðu í kaffi. Þrátt fyrir bleytu var nokkuð góð mæting en veðurguðirnir hafa frekar verið okkur óhliðhollir seinni part sumarsins. Bræðurnir Birgir og Björn Kristins. tóku nokkar myndir þetta kvöld. [27.08]jsl

Kvöldúntur (1) 21. ágúst

Ath. breyting á mætingarstað
Miðvikudagskvöldið 21. ágúst verður farið í rúnt um bæinn. Mæting er kl. 20 við BYKO Granda, Fiskislóð, brottför þaðan um kl. 20.30 og farin verður góður rúntur sem sameinast síðan kvartmílumönnum í Hafnarfirði og endumsíðan upp á kvartmílubraut. Leiðarlýsing15.Fjöruferð (1)

Sunnudaginn 18. ágúst verður farið í fjöruferð á Stokkseyri og dagurinn endar á Selfossi þar sem við munum skoða flott safn sem hefur að geyma mikið af gögnum og munum sem tengjast flugvellinum á Kaldaðarnesi. Mæting er kl. 9.30 á Shell 9esturlandsvegi og brottför er stundvíslega kl. 10. Leiðarlýsing
ATH. 12. kr. afsl. gildir þennan dag á Shell og Orkunni fyrir korthafa.Blómstrandi dagar/aukastig (1) 17. ágúst

Blómstrandi dagar verða haldnir í Hveragerði helgina 16. - 18. ágúst og er óskað eftir fornbílum til sýnis í bænum laugardaginn 17. ágúst. Viðvera fornbíla verður á gamla Edens-planinu frá kl. 13 - 17. Tekið verður á móti okkur og Hveragerðisbær býður upp á kaffi og með því. Einnig verður tilboð á ís fyrir fornbílafólk hjá Villa í Shell (beint á móti Edens-planinu). [14.08]jsl


Hlíðasmári 20.30 - 23, 14. ágúst

Hlíðasmárinn opnar kl. 20.30, heitt á könnunni. Aldrei að vita hvaða efni félagar koma með til að skella í dvd spilarann. [13.08]jsl

Aldamótahátíð Eyrarbakka

Mæting á þessa hátíð var auglýst að okkur óforspurðum svo það væri gott ef einhverjir gætu mætt þarna og tekið þátt í keyrslu um morguninn og verið eitthvað á staðnum fram yfir hádegi. Skrúðganga fer frá Barnaskóla Eyrarbakka kl. 11. [09.08]jsl


Jeppa- og trukkaferð 9. til 11. ágúst.

Margir félagar eiga hina bestu ferðabíla og er tilvalið að nota þá í réttu umhverfi og þriðja skipti hefur félagi okkar Heiðar Smárason skipulagt 3ja daga jeppa og trukkaferð og að þessu sinni verður farið í tjaldferð. Gróf ferðalýsing er: Reykjavík - Skógarsafn - Hrífunes - syðri Fjallabak - Emstrur - Þórsmörk - Reykjavík. Brottför er frá Shell Vesturlandsvegi kl 13. Vinsamlegast látið vita með þáttöku og eða til að fá upplýsingar í síma 849 7941. Heyrst hefur að um 15 tæki munu mæta en alltaf er pláss fyir fleiri þar sem gist er í tjöldum.
[08.08]jslGærkvöldið

Um 70 félagar fóru í stuttan rúnt frá félagsheimilinu okkar, að Guðmundarlundi í Kópavogi þar sem ferðanefnd grillaði hamborgara fyrir okkur. Hópurinn var heppinn með veður og er flott að vera í þessum lundi á svona kvöldi. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga. [01.08]jsl