Eldri fréttir - Júlí 2013

Myndir frá gærkvöldinu

Félagar að austan kíktu í heimsókn á Esjumelinn á gærkvöldi og skoðuðu geymslurnar. Myndir frá kvöldinu er hægt að sjá hér. [26.07]jslHvalfjörður og heimsókn í Borgarnes

Síðast liðinn sunnudag fóru félagar í dagsferð og var farið snemma morguns og Hvalfjörður ekinn með nokkrum stoppum t.d. við elstu steyptu brúna utan Reykjavíkur. Chevrolet 1934 sem hefur staðið meira og minna frá 1971 kíkti í heimsókn og eins 1958 Impala nýuppgerður (eign sömu fjölskyldu alla tíð) lét líka sjá sig. Stoppað var í mat í Ferstiklu og var síðan haldið þaðan til Borgarness og bílasafnið þar skoðað. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga. [22.07]jsl


Fólk óskast í vetrarstarfið

Stjórn klúbbsins vill finna aðila sem vill taka að sér umsjón á vetrarstarfinu í félagsheimilinu okkar. Áætlað er að sérstök nefnd muni sjá um vetrarstarfið, skipuleggja dagskrá og umsjón hennar, og mun viðkomandi aðili finna félaga til að starfa með sér í nefndinni. Þeir sem hafa áhuga á þessu geta haft samband við formann klúbbsins, Þorgeir, í síma 895 8195 og eins þeir sem myndu hafa áhuga á að starfa í tilvonandi nefnd. [17.07]jsl
Myndir úr síðustu ferðum

Í síðustu viku var árlegi kvennarúnturinn á dagskrá og var rúntað bæði í Reykjavík og á Akureyri. Meiri mæting var í bænum heldur en fyrir norðan, enda lengri hefð hér fyrir þessum rúnti og þessu sinni var 50% þeirra bíla sem mættu með kvenbílstjóra og vonandi náum við 60% á næsta ári. Á sunnudaginn var Fornbíladagur í Árbæjarsafni og eins var heimsókn fyrir norðan á safnið að Ystafelli enda var safnadagur þennan dag. Myndir frá kvennarúnti og úr Árbænum eru komnar á Myndasíðu. [09.07]jsl


Mynd með frétt
Mynd af félaga í félagaskrá

Oft hefur verið rætt um að hafa eiganda með á mynd af viðkomandi bíl í félagaskrá, en vandamálið við svoleiðis myndir er að meiri vinna er í að viðhalda skránni þar sem skipta þarf (og jafnvel að taka nýja mynd) þegar viðkomandi bíll fær nýjan eiganda. Mörgum finnst þægilegt að geta séð mynd af viðkomandi félaga, þar sem nafn segir ekki allt. Ákveðið hefur verið að hafa þennan möguleika fyrir þá sem vilja og hægt er að fá mynd við sína föstu skráningu (heildar bílaeign sem kemur upp þegar smellt er á nafn eiganda í bílaskrá), sérstaklega er óskað eftir mynd af þeim félögum sem eru mjög virkir í ferðum. Hægt er að senda okkur mynd á fornbill@fornbill.is eða biðja okkur um að mynda viðkomandi á næstu samkomu og verður þeim bætt við eftir því sem vinnst. [08.07]jslNýir afsláttaraðilar

Eins og flestir vita þá hefur Bílanaust verið endurvakið og er orðið sér fyrirtæki svo breyting hefur orðið á kjörum félaga og gildir 10-20% þar núna (misjafnt eftir vöruflokkum), Hið íslenska bókmenntafélag býður núna félögum 10% afsl. af öllum ritum sem eru til sölu í afgreiðslu þeirra. FÍB vill einnig koma á framfæri að gamla grillmerkið er aftur komið í sölu, 9cm emelerað og fæst í verslun FÍB Skúlagötu 19. [03.07]jslMyndir frá kvöldrúnti

Miðvikudagskvöldið 26. júní var kvöldrúntur á dagskrá og var ágæt mæting miðað við veður, farinn var rúntur um miðbæinn og endað á Amokka í kaffi. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga. [01.07]jsl