Eldri fréttir - Júní 2013


Myndir frá Landsmóti

Undirritaður er búinn að vinna úr þessum 2600 myndum sem voru teknar fyrir klúbbinn um síðustu helgi, allar myndir eru geymdar, þó að bara partur sé notaður, enda margar svipaðar eða af sama bílnum en teknar á mismunandi tíma og stað. Myndir eru komnar á yfirlitssíðu, en félagar hafa aðgang að öllum 1100 sem eru á félagasvæðinu, skipt upp í undirbúning, föstudag, laugardag og sunnudag. Einnig eru komnar inn myndir frá hátíðarakstri 17. júní. [27.06]jsl


Mynd með frétt
Tíunda Landsmótið afstaðið

Í gær lauk enn einu Landsmótinu sem var haldið í frábæru veðri á Selfossi. Um 220 bílum var stillt upp til sýningar á laugardeginum og var áberandi meira af gestum á svæðinu en áður. Dagskrá var að mestu með venjulegu sniði, en Bifreiðaklúbbur Suðurlands sá um kjötsúpu eftir formlega setningu, en 150 bílar tóku þátt í rúntinum að mótssvæðinu. Eftir grillið fyrir félaga og gesti þeirra var slegið upp smá balli, þar sem Hrafnarnir héldu uppi stuðinu. Smá bílaþraut var á sunnudeginum og var þar keppt í karla og kvennaflokki. Myndir frá mótinu verða settar inn seinna í vikunni. Landsmótsnefnd vill þakka öllum þeim sem komu að mótinu með einu eða öðru móti, en sérstaklega þeim félögum sem stóðu vaktina alla helgina við ýmis störf. [24.06]jsl


Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett Landsmót sett
Landsmótið sett, 150 bílar á svæðinu í gærkvöldi.


Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót Landsmót
Allt klárt, beðið eftir félögum

Vaskur hópur beið á Selfossi eftir félögum úr bænum í gærkvöldi til að aflesta því sem búið var að smala saman af búnaði síðustu daga. Frameftir kvöldi var unnið að setja upp tjöld, merkja svæðið og koma ýmsu dóti fyrir, eins og þessar myndir sýna sem voru teknar í ígærkvöldi. Í dag verður lokafrágangur og svo bara beiðið eftir hópkeyrslu félaga úr bænum, en félagar á leiðinni munu slást í hópinn. Keyrsla frá Reykjavík verður kl. 19 föstudaginn þ. 21, en safnast verður saman á planið hjá MS Bitruhálsi (sjá kort) kl.18 og farið verður þaðan í 5-6 bíla hópum. Brottför austur kl. 19 í 5-6 bíla hópum. Ekið um Þrengslaveg og framhjá Eyrarbakka til Selfoss. Mótið sett með rúnti um Selfoss að mótsstað kl. 20.30 sjá kort, eftir formlega setningu mun Bifreiðaklúbbur Suðurlands bjóða upp á kjötsúpu. [21.06]jslSunnudagurinn

Hinn árlegi dagur okkar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum var að þessu sinni haldinn á sunnudegi til prufu. Ágætis mæting var þrátt fyrir rigningarútlit, enda lét hún ekki á sér standa eftir hádegi með úrhelli fram eftir degi. Félagar eru samt ýmsu vanir og voru grillaðar pylsur og tjaldið vel notað til skjóls. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga. [10.06]jslRúntur og heimsókn

Í gærkvöldi var farinn rúntur frá Perlunni um Kópavog, Breiðholtið og endað í heimsókn hjá Cadillac-félögum. Um 40 bílar mættu og loksins var þurrt eftir leiðindadaga. Ýmsir gestir geta óvænt hoppað í bíl og farið rúntinn með, eins og gerðist í gær, enda er viðkomandi vel kunnugur mörgum félögum. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga. [06.06]jsl