Eldri fréttir - Maí 2013


Gærkvöldið

Kvöldrúntur var á dagskrá í gærkvöldi og mættu rúmlega 40 bílar sem fóru rúnt út að Gróttu og enduðu í kaffi á Amokka. Margir "nýir" og eins nokkrir sem hafa lítið sést mættu og vekja þeir auðvitað forvitni. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga + stutt vídeó frá Gróttu. [30.05]jsl


Vökvatengi Vökvatengi Vökvatengi Vökvatengi VökvatengiVökvatengi Vökvatengi Vökvatengi Vökvatengi Vökvatengi Vökvatengi Vökvatengi Vökvatengi Vökvatengi Vökvatengi Vökvatengi Vökvatengi Vökvatengi Vökvatengi Vökvatengi
Traktors- og fornbílasýning

Ritari klúbbsins skrapp um helgina og kíkti á þessa sýningu, sem var í húsnæði Vökvatengis, en margt skemmtilegt var að sjá þarna en myndir segja meira en orð. [27.05]Fréttir af Aðalfundi

Aðalfundur var haldinn síðastliðið miðvikudagskvöld og er þetta væntanlega í fyrsta skipti sem aðalfundur er haldinn í okkar eigin húsnæði. Eins og síðustu ár var fundarstjóri og ritari frá JC til að halda öllu formlega. Venjuleg aðalfundardagskrá var haldin, flestir sitjandi stjórnarmenn gáfu kost á sér áfram, en nýr varamaður, Guðný Sigurðardóttir, kom inn og er hún fyrsta konan sem situr í stjórn klúbbsins. Úrslit kosninga eru komnar á síðuna um Aðalfund og um leið og fundargerð frá ritara fundar berst þá kemur hún inn á fundargerðasvæðið. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga. [24.05]jsl


04.Aðalfundur (1), 22. maí

Aðalfundur Fornbílaklúbbs Íslands verður haldinn miðvikudagskvöldið 22. maí í félagsheimilinu okkar, Hlíðasmára 9, Kópavogi, 3. hæð.
Dagskrá:
1. Fundur settur, skipan fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana
3. Skýrslur nefnda
4. Ársreikningur 2012 lagður fram og borinn upp til samþykktar
5. Stjórnarkjör:
a)  Kosning formanns til 2ja ára
b)  Kosning þriggja meðstjórnenda til 2ja ára
c)  Kosning tveggja varamanna til eins 1. árs
6. Kosning skoðunarmanna reikninga
Sjá framboð
- - - Kaffihlé - - -
7. Kjörnefnd kynnir úrslit kosninga
8. Árgjald, umræður og ákvarðanataka
9. Önnur mál
10.Fundargerð lesin og leiðrétt
11.Fundi slitið
Húsið opnar kl. 20.00 og hefst fundurinn kl. 20.30 og eru félagar hvattir til að koma akandi á fornbílum. Aðgangur takmarkast við þá sem greitt hafa félagsgjöld fyrir árið 2013 og hafa þeir einir atkvæðisrétt sem greitt hafa þremur vikum fyrir fundinn. Munið félagsskírteinin. Eftir aðalfundinn verður léttur rúntur ef áhugi er. [20.05]jsl


Minnsta 12 strokka vélin

Mörgum þykir gaman að smíða smækkaðar útgáfur af ýmsum hlutum og þarf örugglega mikla þolinmæði og vandvirkni til. Hér er hægt að sjá myndband af smíði 12 strokka vél sem gengur fyrir þrýstilofti. [16.05]jslMyndir frá síðustu vikum

Ýmislegt hefur verið að gerast í fornbílalífinu í maí, þar á meðal var bílamessa sem er orðin fastur liður á dagatalinu. Sr. Gunnar tekur vel á móti félögum og hefur létta messu sem er að þróast meira í smá tónleika með Einari Clausen og Sr. Gunnar bætti um betur og bauð okkur upp á frumflutning á ljóði/sálmi eftir sjálfan sig. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga.Selfyssingar viðriðu sína bíla þann 1. maí og tóku þátt í hátíðahöldum þar, einnig voru Sunnlenskir Sveitadagar á dagskrá í byrjun maí og voru þar nokkur eldri trakktorar og bílar. Jóhann Þorsteinnson var á báðum þessu viðburðum og tók myndir fyrir okkur hina. [14.05]jslSkoðunardagur

Árlegi skoðunardagurinn hjá Frumherja var haldinn síðasta laugardag í Reykjavík og á Akureyri. Rigning var í bænum í byrjun morguns, en létti svo til þegar leið á, en rétt um 100 bíleigendur létu það ekki stoppa sig, enda gott að fá smá raka til að liðka upp öll gúmmi og þéttingar eftir vetrarsetu. Að venju var vel veitt af bakkelsi, pylsum og nammi handa þeim sem biðu eða komu til að kíkja á félagana. Strax eftir skoðun var léttur rúntur um miðbæinn. Fyrir norðan var nokkur fjöldi bíla skoðaður og var hið hefðbundna grill auðvitað á dagskrá. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga.

Minnum á að Frumherji býður uppá skoðunardag fyrir þá félaga Fornbílaklúbbsins sem búa utan höfuðborgarsvæðisins, mánudaginn 13. maí, eða fyrsta opnunardag stöðvar, ef hún er lokuð á mánudeginum. Sama gjald er á öllum stöðvum, kr. 2100, en panta þarf tíma. [13.05]jsl


Myndir frá Ásbrú

Sumardaginn fyrsta var haldið smá karnival á Ásbrú, í anda þess sem var þegar herinn var hér. Myndir frá þessum degi er hægt að sjá hér, en þeir B&B Kristinsson bræður mættu auðvitað þar með myndavélina. [02.05]jsl


Sumartími á Esjumelnum

Frá maí til enda september verður prufað að hafa sumartíma á melnum, fimmtudaga kl. 20-22 í stað sunnudaga. Frekar rólegt hefur verið um sumarið og eins rekst opnun oft á ferðir og ætti að vera auðveldara fyrir félaga að nálgast varahluti um kvöld á virkum degi í stað þess að eyða sunnudegi. [02.05]jsl