Eldri fréttir - Apríl 2013


Sérstakt safn

Johnny Cloud, rétt fyrir utan Yuma, Arizona, hefur safnað T-Ford og ýmsum öðrum gömlum tækjum og verkfærum. Safn þetta er aðallega bara hans áhugamá,l en hefur víst haft opið um vetur hafi einhver áhuga á að kíkja við. Síða um safnið er til og er ekkí á hans vegum og er frekar langt síðan að hún var gerð (2007) svo það er ekki endilega víst hvort safn þetta sé til ennþá, en myndirnar eru þarna það er greinilega ekki verið að stressast yfir "smá" ryki þarna. [30.04]jslSíðasta miðvikudag

Fyrsti kvöldrúntur "sumars" var síðasta vetrardag og þrátt fyrir snjókomu um morgunin mættu 29 bílar plús einn farfugl á VW frá Tékklandi. Farinn var léttur rúntur um miðbæinn og endað síðan í félagsheimilinu þar sem boðið var í kaffi. Nú er bara að vona að eitthvað fari að hlýna svo það sé enn meira gaman að hreyfa bílana. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga. [27.04]jsl


Framboðsfrestur liðinn

Frestur til að skila framboðum til stjórnar eða lagabreytingum rann út í lok dags þann 19. apríl. Flestir af þeim sem voru í endurnýjun gáfu kost á sér áfram en eitt nýtt framboð er í sæti varamanns. Engar lagabreytingar voru lagðar fram. Framboðin er hægt að sjá á sér síðu um Aðalfund 2013. [22.04]jsl


Íslenskur í Showoff á CarDomain

CarDomain er nokkuð þekkt síða þar sem eigendur bíla setja inn myndir og upplýsingar um sinn eða sína bíla ásamt upplýsingum um uppgerð eða annað sem viðkemur bílnum. Sigurbjörn Helgason benti okkur á að fornbíll hans hefði verið valinn sem Showoff of the Week, en vikulega er kosið um þá bíla sem hefur verið bent á. [19.04]jslKvikmyndakvöld í Borgarnesi, 16. apríl

Fyrsta kvöldið í samvinnu við Fornbílafjelag Borgarfjarðar verður á dagskrá þriðjudagskvöldið 16. apríl, en kvöldið verður haldið í húsnæði FBF í Brákarey. Er þetta í framhaldi af formlegra samstarfi klúbbana og um leið er reynt að færa einhverja dagskrá nær félögum okkar á þessu svæði. Sýnd verður heimildarmynd um sögu Jeep úr safni History Channel. Félagar úr báðum klúbbum eru auðvitað velkomnir, húsið opnar kl. 19.30, sýning hefst kl. 20.30 og boðið verður upp á kaffi. [15.04]jsl


Kjörnefnd minnir á framboð í stjórn

Kjörnefnd vill minna á að framboð til stjórnar (eða breytingartillögu á lögum) skal hafa borist kjörnefnd einum mánuði fyrir aðalfund, frestur til að skila inn framboði er 19. apríl. Hægt er að kynna sér framboðin á Kosning 2013. Áhugasamir geta haft samband við formann kjörnefndar, Grétar, í síma 892 1413. [12.04]jsl


Blaðið okkar loksins að koma út

Fornbíllinn hefur ekki komið út í nokkur ár en stefnt var að koma út blaði fyrir síðasta vor, ýmsar tafir hafa orðið á því en loks rættist úr því og ætti blaðið að berast félögum upp úr miðjum mánuði, en dagatal fyrir 2013 verður sent út um leið. Stefnt er að koma síðan út blaði í apríl ár hvert, en auðvelt er fyrir félaga að hjálpa við útgáfu með því að senda inn efni á ritstjorn@fornbill.is sem gæti verið öðrum félögum til fræðslu eða skemmtunar. [08.04]jslRadio Flyer

Margir muna eftir þessum kerrum, bæði úr æsku eða úr bíómyndum, enda hafa þessar kerrur verið vinsælar og eru reyndar ennþá í framleiðslu eftir rúmlega 80 ár. En vilji fólk upplifa æskuna og sitja í og fara um á svona kerru þá er upplagt að gera það sama og þessi eldri hjón, sjá vídeó. [04.04]jsl


Nýtt aðgangsorð og útstrikun

Vert er að minna á að samkvæmt lögum klúbbsins sem voru samþykkt á síðasta aðalfundi þá tekur útstrikun gildi þann 30 .mars, en ekki í byrjun maí eins og áður var. Skilaboð hafa verið send út og í þeim er nýtt aðgangsorð að lokuðum svæðum sem ætlaðar eru félögum. Ármiðar verða sendir út um miðjan apríl um leið og dagatalið og blaðið okkar. Þeir sem greiða árgjaldið í þessum mánuði, og fram að þremur vikum fyrir aðalfund, fara auðvitað aftur á félagaskrá. Skil á árgjaldi fyrr á árinu er mun eðlilegra og kemur betur út fyrir þá aðila sem veita félögum afslátt, þar sem ekki þarf að útskýra að 2012 miði gildi fram í miðjan maí. [03.04]jsl