Eldri fréttir - Desember 2012


Jólafrí

Í gærkvöldi var síðasta kvöldið okkar á þessu ári og starfsemi klúbbsins að mestu komin í jólafrí og þar á meðal fornbill.is. Næsta kvöld í Hlíðasmáranum er 2. janúar. Stjórn óskar öllum félögum sem og öðrum lesendum gleðilegra jóla. [13.12]jsl

Northern Automotive Restoration Club

NARC er lítill bílaklúbbur í Ástralíu sem telur 210 meðlimi, þrátt fyrir smæð sína þá gefa þeir út fréttabréf sex sinnum á ári, ásamt ýmsum upplýsingum um klúbbinn eru þar ýmsar stuttar greinar um uppgerð, viðgerðir eða annað fræðandi fyrir meðlimi. Gaman væri að gefa út svipað e-blað hér en gífurlega erfitt hefur verið að fá félaga til að setja saman smá greinar eða fræðsluefni, svo ekki sé minnst á væntanlega viðburði víða um land, en þeir virðast yfirleitt vera vel vernduð leyndarmál. Hvernig væri að félagar hefðu það sem nýársheit að deila meira af upplýsingum sínum með öðrum félögum og senda inn efni eða smá greinar. [12.12]jslJólarabbkvöld og bókakynning annað kvöld

Síðasta kvöldið í Hlíðasmára á þessu ári og auðvitað heitt á könnunni og piparkökur. Von er á þeim tveimur aðilum sem gefa út bílabækur fyrir þessi jól til að kynna þær og selja. Krambúðin verður einnig opin, enda margt þar sem hægt er að gefa áhugasömu bílafólki með í jólapakkann. [11.12]jsl


M (mobile) útgáfa af fornbill.is

Nú hefur verið sett í gang til prufu þægilegri útgáfa af fornbill.is til að nota og skoða á “snjallsímum”. Er nóg að slá inn fornbill.is og opnast þá sjálfkrafa þessi útgáfa. En þar sem þetta er til prufu er ekki hefðbundin slóð sem kemur, en til greina kemur að kaupa aðgang að beinni slóð verði þetta eitthvað notað. [10.12]jslBílasýning við kertaljós

Í gærkvöldi komu nokkrir eigendur saman á Akureyri og settu upp smá sýningu á torginu við kertaljós í tilefni af ljóslausum löngum fimmtudegi hjá kaupmönnum. Björgvin Ólafsson sendi okkur myndir frá þessu kvöldi. [06.12]jsl


Tafir á félagsskírteinum

Tafir hafa verið að fá skírteini fyrir nýja félaga v/nóvembers og verður einnig fyrir desember, er þetta aðallega vegna flutninga þeirra sem gera kortin fyrir okkur og eins annarra tafa þess vegna. Væntanlega verður hægt að senda út kort um eða eftir miðjan desember.
MInnum um leið á að lokað er á Esjumelnum í desember, enda líklegt að fólk sé að hugsa um annað á þessum tíma. [06.12]jsl