Eldri fréttir - September 2012

Glerskápur og fleira óskast

Okkur vantar útstillingarskáp úr gleri vegna Krambúðar í nýja félagsheimilinu. Ef einhver lumar á svona skáp eða getur bent okkur á hvar sé að finna góða skápa, verða að vera með læsingu eða vera auðvelt að setja læsingu á. Einnig er leitað eftir minni skápum / hillum undir smáhluti t.d. minni bílamódel eða annað söfnunardót. Allar upplýsingar eru vel þegnar, en eðlilega þarf að skoða hvort viðkomandi hlutir henta eða passa við annað sem er fyrir. Ókeypis er best, ódýrt er gott og nýtt verður skoðað vel. Senda má uppl. á fornbill@fornbill.is [28.09]jsl


Hlíðasmári Hlíðasmári Hlíðasmári Hlíðasmári Hlíðasmári Hlíðasmári Hlíðasmári Hlíðasmári Hlíðasmári Hlíðasmári Hlíðasmári Hlíðasmári
Félagsheimilið tekið í notkun

Í gærkvöldi var fyrsta kvöldið okkar í nýja félagsheimilinu í Hlíðasmára. Húsnæðið er tilbúið fyrir utan að það á eftir að koma upp myndum og ýmsum munum, en það verður látið þróast á næstu vikum. Af þessu tilefni er upplagt að minna á að óskipað er í nefnd sem sér um vetrardagskrá, einhverjir verða að taka að sér að raða niður dagskrá, velja myndir til sýningar, fá aðila með fræðslufundi og annað áhugavert, dagskrá verður ekki til af sjálfu sér. Áhugasamir geta haft samband við formann FBÍ í 895 8195. [27.09]jsl


Entweder Broder
Leitað eftir bíl í erlendan þátt

Í byrjun október hyggst þýska sjónvarpið, ARD, taka upp þáttinn "Entweder Broder" á Íslandi. Hér er um að ræða þáttaröð sem hefur vakið verðskuldaða athygli í Þýskalandi. Í þáttunum ekur blaðamaðurinn og rithöfundurinn Henryk Broder, sem er af gyðingaættum, með arabískum kunningja sínum um Þýskaland og heimsækir áhugavert fólk og forvitnilega staði. Á leiðinni á milli staða ræða þeir félagar - í gráglettnum dúr - um heima og geima, þar sem ýmis álitamál araba og gyðinga ber á góma. Í Þýskalandi aka þeir félagar um á litskrúðugum eldri Volvo, sem er m.a. skreyttur alls kyns myndefni. Til að halda "stílnum" á þættinum nú þegar þeir skjótast til Íslands, vilja þeir gjarnan fá lánaðan fornbíl eða eldri bíl (helst litskrúðugan) í tökurnar hér heima. Bíllinn má vera amerískur, eða evrópskur, það skiptir ekki höfuðmáli. Því má reyndar bæta við að ástæðan fyrir því að sjónvarpið tekur upp fyrsta "utanlandsþáttinn" í þessari syrpu á Íslandi er dálæti höfuðpaursins, Henryks Broders, á Íslandi. Broder hefur margsinnis komið til Íslands á liðnum árum og skrifað fjölda greina um land og þjóð. Flestar hafa þær birst í tímaritinu Der Spiegel og á síðustu árum einnig í stórblaðinu Welt am Sonntag. Það er óhætt að segja að Broder hafi um árabil verið einn áhrifmesti málsvari Íslands og Íslendinga í Þýskalandi. Þess vegna væri mjög ánægjulegt, ef einhver væri tilbúinn að lána fornbílinn sinn í þessar myndatökur, sem fyrirhugaðar eru dagana 4. - 9. október. Þetta verður tvímælalaust - eins og Broders er von og vísa - frábær áróðursþáttur fyrir okkur Íslendinga. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu þýska sjónvarpsævintýri eru beðnir að hafa samband við Arthúr Björgvin Bollason í síma 849 4888. [26.09]jsl


Opið hús í Hlíðasmára

Nú fer vetrarstarf klúbbsins að byrja og af því tilefni verður þetta kvöld í nýja félagsheimilinu okkar að Hlíðasmára 9. Nokkrir félagar hafa verið að mála undanfarið og grófar hugmyndir eru komnar um skipulag húsnæðisins. Tilvalið er að félagar kynnist sínu nýja heimili og komi í heimsókn þó að allt sé ekki komið í notkun. Húsið opnar kl. 20. [25.09]jslVarahlutadagurinn vinsæll

Í gærdag, sunnudag, var hinn árlegi varahlutadagur klúbbsins, sem er jafnframt síðasta ferð sumarsins. Góð mæting var eins og venjulega og var rúllandi traffík allan tímann og auðvitað voru vinsælu vöfflurnar aðal áhugaefnið. Þó nokkuð er um það að félagar finni það sem þá vantar á þessum degi, enda margir sérfræðingar á staðnum til hjálpar. Myndir eru komnar á Myndasíðu og eins stærri fyrir félaga. [24.09]jsl


Danskt bílasafn selt

Í ágúst var stórt uppboð á öllum safngripum Aalholm Automobil Museum, en alls voru þetta um 180 safngripir aðallega bílar allt frá 1896, Léon Bollée Voiturette til 1986 Jaguar XJ-6 Saloon. Það sem var merkilegt við þetta uppboð var að ekkert lágmark var sett upp og var þarna góður möguleiki fyrir safnara að ná í góða bita. Hér er hægt að sjá úrslit uppboðsins og eins myndir af þessum bílum. [20.09]jsl


Boddystál

Sindrason ehf vildi koma á framfæri að gamla boddystálið er nýkomið í hús. Félagar fá 15% afsl., en plötustærð er 1,0x1250x2000mm. Nánari uppl. gefur félagi okkar Einar Þór Jónsson á einar@sindrason.is eða í 575 3100. [19.09]jslAlþjóðleg kvikmyndahátíð - Sundbíó 29. september

Stærsti viðburður þessarar hátíðar verður sundbíó í Laugardalslaug og að þessu sinni verður Back to the Future sýnd. Aðstandendur ætla að skapa stemmningu í anda "Enchantment under the sea" ballinu í myndinni og er óskað eftir bílum frá ca. 1955 til að vera á staðnum fyrir framan Laugardalslaug og jafnvel að selja aðgöngumiða úr þeim. Tónlist frá þessum tíma verður einnig notuð til að skapa þetta tímabil. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu geta haft samband við Jóhann á events@riff.is og í 824 2283 eða 411 7099. [18.09]jsl


Ítrekað: Vinnukvöld - Sjálfboðaliða vantar

Nú er stutt í að kvöldin okkar færist í Hlíðasmárann og er loka hnykkur í málun og þrifum. Þeir sem hafa tök á að mæta og geta haldið á pensli eða kunna að nota tusku geta mætt upp úr kl. 20 annað kvöld (þriðjudagskvöld) í Hlíðasmárann. [17.09]jsl


Húsanefnd stofnuð

Stjórn ákvað í síðasta mánuði að setja upp Húsanefnd til að sjá um salinn í nýja félagsheimilinu og einnig að halda utan um pantanir á heimilinu/salnum, hvort sem það er fyrir aukakvöld félaga eða leiga á salnum til félaga. Guðný Sigurðardóttir var valin sem formaður nefndarinnar og fékk hún með sér þrjá félaga, þær eru Áslaug Alexandersdóttir, Nína Björg Sveinsdóttir og Þorgerður S. Þorgeirsdóttir. [14.09]jsl


Vinnukvöld - Sjálfboðaliða vantar

Nú er stutt í að kvöldin okkar færist í Hlíðasmárann og er loka hnykkur í málun og þrifum. Þeir sem hafa tök á að mæta og geta haldið á pensli eða kunna að nota tusku geta mætt upp úr kl. 20 í kvöld í Hlíðasmárann. [13.09]jsl


Skilaboð í bréfpósti hætta

Stjórn FBÍ hefur ákveðið að hætta að prenta Skilaboð frá og með næstu áramótum. Þróun svona dagskrákynningar, og einnig blöð félaga og klúbba hefur verið að þróast yfir í rafrænt form og erlendis er algengt að ekki sé boðið upp á annað form. Skilaboðin verða send áfram öllum sem eru skráðir með netfang þegar, en þeir sem hafa ekki sent inn netfang eða breytingu á netfangi geta alltaf nálgast Skilaboðin á fornbill.is, og auðvelt er að prenta þau út. Þess má geta að prentun Skilaboða er barn síns tíma fyrir daga internetsins til að koma á framfæri dagskrá hvers mánaðar, með nútíma miðlun upplýsinga hefur jafnvel verið til trafala að þurfa að undirbúa og setja í dreifingu dagskrá sem getur jafnvel hafa breyst þegar Skilaboð berast félögum. Dagskrá er að finna á fornbill.is undir "Dagskrá", hægt er að ná dagatali klúbbsins og bæta við sitt dagatal í Google Calender, og á facebook.com/fornbill. [12.09]jsl


Félagar óskast í nefnd vegna vetrarstarfs

Þar sem meira verður um að vera í vetrarstarfinu þá hefur verið ákveðið að hafa sérstaka nefnd fyrir vetrarstarfið. Leitað er eftir einhverjum sem vill stjórna þessari nefnd og eins er óskað eftir framboðum í nefndina fyrir væntanlegan formann til hafa með sér. Áhugasamir geta haft samband við formann FBÍ í 895 8195. [11.09]jslFlottur Willys

Á vef BB er að finna frétt um flottan Willys sem var á leið til Hvanneyrar til geymslu og sýningar. Áætlaður ferðatími frá Ísafirði var 10-12 tímar! Sjá vídeó. [08.09]jsl


Kvöldrúntur Kvöldrúntur Kvöldrúntur Kvöldrúntur Kvöldrúntur Kvöldrúntur Kvöldrúntur Kvöldrúntur Kvöldrúntur Kvöldrúntur
Gærkvöldið

Í gærkvöldi var síðasti kvöldrúntur sumarsins á dagskrá og af því tilefni var táknrænn rúntur frá aðstöðu okkar í Árbæjarsafni að nýja félagsheimilinu í Hlíðasmára. Þar var boðið uppá kaffi og nýbakaðar vöfflur að hætti vöfflusérfræðinga klúbbsins. Undanfarið hefur hópur félaga verið að undirbúa húsnæðið undir málningu, en þegar er byrjað að funda í húsnæðinu og ýmislegt hefur safnast að okkur sem nýtist í starfinu. [06.09]jslStór bílasýning á Ljósanótt

Mikil þátttaka var í akstri og bílasýningu á Ljósanótt eins og hefur verið síðustu ár, en 140 bílar tóku þátt núna í ár. Þó nokkur rigning var á undan akstri, en þurrt og fínt veður var þegar ekið var í gegnum bæinn og eins fram eftir degi, en blautt var eftir það. Að venju var nokkur hópur félaga sem grillaði saman hjá Magga og Jóhönnu og var síðan fylgst með flugeldasýningu um kvöldið. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu og eins stærri fyrir félaga, [03.09]jsl