Eldri fréttir - Ágúst 2012


Seljahlíð á rúntinum

Síðasta þriðjudag fóru nokkrir félagar rúnt með nokkra íbúa Seljahlíðar. Var þetta ákveðið með frekar stuttum fyrirvara svo það voru kannski ekki mjög margir með í þetta sinn, en reynt verður að kynna þetta betur næst ef af verður. Þótt bílarnir margir væru vel gamlir þá voru farþegarnir vel vanir eldri bílum, enda sá elsti 103 ára. Myndir frá þessum rúnti er hægt að sjá hér og eins frétt RÚV. [30.08]jsl


Myndir frá Wings & Wheels

Ágæt mæting var á Wings & Wheels síðastliðinn laugardag, en þessi uppákoma hefur verið partur af bæjarhátíð Mosfellinga síðustu ár. Félagar fengu erlenda heimsókn um daginn þegar Peter Schulze mætti á sínum 1978 Peugeot 504, en hann er hér að ferðast um landið. Hægt er að skoða blog hans um ferðina hér www.altefranzosen.de og eins sér hann um síðu um Peugeot 504. Myndir sem Jóhann Þorsteinsson tók þennan dag eru komnar á Myndasíðu og eins stærri fyrir félaga, [27.08]jslMyndir frá Blómstrandi dögum

Síðustu helgi var bæjarhátíðin Blómstrandi dagar haldin í Hveragerði og um leið ísdagurinn mikli, þar sem hægt var að smakka ís með ótrúlegasta bragði. Óskað hafði verið eftir fornbílum þessa helgi og nokkrir félagar mættu til að sýna bíla sína. Jóhann Þorsteinsson tók þessar myndir af því tilefni, sjá Myndasíðu og eins stærri fyrir félaga, [21.08]jsl


Stór bílakirkjugarður

Hérna er hægt að sjá myndir frá stórum "junk yard" rétt fyrir utan Quartzite í Arizona. Hann verður líklega ekki þarna mikið lengur, þar sem svæðið hefur víst verið selt og allt dótið þarf að fjarlægja. [20.08]jslGærkvöldið

Í gærkvöldi var Thunderbird rúntur á dagskrá og var mæting á Bíldshöfðanum, en þaðan var frjáls rúntur út í Kópavog þar sem safnast saman var við Smáralind. Þaðan fóru margir rúnt í bæinn eftir að hafa hitt aðra félaga og sýnt sig og sinn bíl. Nokkrar myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu og eins stærri fyrir félaga,[16.08]jslMyndir frá helginni

Aldamótahátíð var haldin á Eyrarbakka síðasta laugardag, greinilega dró rigning úr áhuga á mætingu þar sem meiri hluti þeirra bíla sem mættu voru úr bænum. Sama dag var Sumar á Selfossi og hefur það örugglega einnig dregið úr þátttöku, enda er varla nokkur helgi sem er án bæjarhátíðar. Bílaklúbbur Akureyrar var heiðursgestur á Fiskidögum fyrir norðan og ágæt mæting þar, enda nokkuð þurrar en fyrir sunnan. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga, einnig eru myndir frá helginni að finna hér. [13.08]jslRúnturinn í gærkvöldi

Í gærkvöldi var mæting við Hlíðasmára 9, þar sem nýja félagsheimilið okkar verður, fín mæting var enda gott veður og upplagt að taka smá rúnt á svoleiðis kvöldum. Farið var um Hafnarfjörð og endað í kaffi á Aroma í Firði. Heimasíðan er komin í frí fram yfir helgi og minnt er á að lokað er á Esjumel sunnudaginn 5. ágúst. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga. [01.08]jsl


Enn hækka póstburðargjöld

Enn og aftur hafa póstburðargjöld hækkað og í kjölfar þess verður allur póstur frá klúbbnum sendur í B pósti svo ekki þurfi að borga hæstu gjöld. Félagar verða samt að standa sig betur í því að óska eftir Skilaboðum í e-mail til að lækka þennan kostnað sem er í kringum þessi Skilaboð (sem er bara dagskrá hvers mánaðar) og er þetta orðið of mikið hlutfall af árgjöldum sem fer í þessa dagskrákynningu. Skorað er á félaga að skrá sig með Skilaboð í e-mail á fornbill@fornbill.is. [01.08]jsl