Eldri fréttir - Júní 2012


Svíþjóð Svíþjóð Svíþjóð Svíþjóð Svíþjóð Svíþjóð Svíþjóð Svíþjóð Svíþjóð Svíþjóð Svíþjóð Svíþjóð Svíþjóð Svíþjóð
Myndir frá Svíþjóð

Félagi okkar Kristinn Sigurðsson var í sinni árlegu heimsókn til Svíþjóðar í júlí og að sjálfsögðu tók hann nokkrar myndir á stóra fornbílamótinu sem hann heimsækir þar. Svíar eru mikið fyrir eldri bíla og mótin þar verða nokkuð stór, en þrátt fyrir nálægð Svíþjóðar þá hefur lítið verið um að fólk heimsæki þessi mót héðan. [30.07]jslMerkur áfangi hjá "Frjósömum hrísgrjónaökrum"

Í júní s.l. náði Toyota þeim áfanga að hafa smíðað 200 milljón bíla, en margar gerðir bíla hafa verið partur af þessum áfanga frá því að Model G1 (vörubíll) rann af færibandinu árið 1937. Toyota byrjar sem fyrirtæki Sakichi Toyoda sem framleiddi nýjar gerðir af vefstólum, en hann þróaði nýja gerð af "skutlu" sem gerði afköstin margföld og fljótt hafði hann forystu á þessum markaði. Um 1930 er farið að skoða bílaframleiðslu og þróa bensínvélar og 1937 er Toyota Motor Co formlega stofnað. Fjölskyldunafnið Toyoda leggst út sem "fertile rice paddies" og varla er réttara nafn hægt að hafa. Nánar er hægt að sjá helstu áfanga og tegundir bíla Toyota í gegnum árin hér. [27.07]jsl


„Fólk hissa að sjá stelpu stíga út úr bílnum"

Í Viðskiptablaðinu er smá viðtal við félaga okkar, Krístínu Sunnu, um Bjölluna hennar, en blaðamenn virðast almennt hissa á að konur séu með bíladellu og finnst oft skrítið að heyra að konur séu félagar. Reyndar mættu fleiri konur skrá sig sem félaga, sérstaklega makar í stað þess að vera á hliðarlínunni og hafa þá möguleika á að taka formlega þátt í starfinu með því að sitja í nefndum eða stjórn. [26.07]jsl


Skemmtileg myndasýning

Fengum ábendingu um þessa síðu, sem er með skemmtilega myndasýningu ásamt tilheyrandi músík, um bíla og lífsstílinn sem tilheyrði á ´50. og ´60. áratugunum. Sýning byrjar sjálfkrafa og hafið kveikt á hátölurum. [23.07]jslKvennarúnturinn

Síðastliðið miðvikudagskvöld var kvennarúnturinn á dagskrá og var hann núna bæði í Reykjavík og Akureyri. Í Reykjavík var farið í góðan rúnt um vesturbæ Kópavogs og einnig hringur í Reykjavík, var síðan endað á Amokka í kaffi þar sem ferðanefnd bauð kvenfólkinu í kaffi og tertu. Á Akureyri var hellirigning um kvöldið svo fáir mættu þar, en áttu samt gott kvöld og vonandi hittist betur á með veður næst. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga. [20.07]jsl


Kvennarúntur 18. júlí, Reykjavík og Akureyri (1+1)

Árlegur kvennarúntur verður á dagskrá 18. júlí og að þessu sinni verður hann á sama tíma í Reykjavík og Akureyri.
Mæting í Reykjavík er kl. 20 við BYKO Breiddinni og brottför kl. 20.30. Ekinn verður góður rúntur um borgarsvæðið og endað í kaffi á Amokka Borgartúni þar sem öllu kvenfólki verður boðið í kaffi, en karlar sjá um sig sjálfir.
Mæting á Akureyri verður við Menningarhúsið Hof kl. 20.30. Rúntur um bæinn að hætti norðanmanna sem endar með uppstillingu bíla við ráðhústorgið og er síðan kaffi í Café Amor og auðvitað er frítt fyrir kvenfólkið, en karlar verða að bjarga sér sjálfir.
Í báðum rúntum gildir sama reglan, 1. stig fyrir mætingu, aukastig fyrir kvenbílsstjóra, konurnar leiða rúntinn og aka fyrstar en karlarnir reyna að halda í við þær. Leiðarlýsing Reykjavík. [17.07]jslStyttist í uppfærslu á félagaskrá

Fljótlega, eða í lok mánaðar, verður sett inn uppfærsla á félagaskrá, en safnast hafði upp frá því í vor og rúmlega 60 nýir félagar biðu eftir skráningu á netið með upplýsingar sínar, við það bætast nýjar myndir af bílum, breytingar og fl. Stjórnarmenn FBÍ eru aðeins að komast í ró eftir að hafa verið viðloðandi afmælissýningu, landsmót og húsnæðiskaup og undirritaður er byrjaður að vinna upp þessar skráningar, en allt þarf þetta sinn tíma sem bara er oft of lítið til af. [13.07]jsl


Mynd með frétt
Klúbbsfáninn kominn í hús

Í gærkvöldi var fáni klúbbsins hengdur upp í nýja félagsheimili okkar að Hlíðasmára 9, en í síðustu viku var skrifað undir afsal og er klúbburinn þar með búinn að fá húsnæðið afhent. Í gærkvöldi var partur af stjórn FBÍ að flytja það sem tilheyrir fundar og nefndaraðstöðu klúbbsins, en eftir sumarfrí verður farið að mála og annað sem þarf að gera áður en húsnæðið verður tekið í notkun. [11.07]jsl


Minnum á langferð 13.-18. júlí

Farið verður austur að Vík með viðkomu á helstu sögu- og merkisstöðum á leiðinni, gist verður á tjaldsvæðum og eða á einkajörðum félaga. Dagskrá fyrir ferðina með ítarlegum skýringum og leiðalýsingu er að finna á fornbill.is undir Dagskrá, einnig er hægt að senda póst á fornbill@fornbill.is merktur 2012 FERÐ og verður dagskrá send um hæl.
Mæting er við Shell Vesturlandsvegi kl. 16, brottför kl. 17.
13.07. Hveragerði-Selfoss-Stóra-Bót á Rangárvöllum
14.07. Djúpidalur, Sögusetrið Hvolsvelli, Tumastaðir, Vatnsdalshellir, Kaffi Langbrók, Hlíðarendi, Nínulundur, Þorsteinslundur, Gluggafoss, Múlakot, Fljótsdalur, Stóra-Bót.
15.07. Seljalandsfoss, Seljalandshellir, Gestastofan á Þorvaldseyri, Seljavallalaug, Minjasafnið á Skógum, Vík í Mýrdal.
16.07. Reynisfjall, Lundaskoðun, Lóranstöð, Tækjaskoðun, Hjólabátaferð.
17.07. Hjörleifshöfði, Tækjaskoðun, Höfðabrekkuafrétt, Þakgil.
18.07. Heimferð, Hellar, Landsveit Rangárvallasýslu.
Óskað er eftir að þeir sem hafa hug á að koma með, sendi póst til fararstjóra á gunnirafvirki@internet.is [06.07]jsl
Muscle-cars rúntur í gærkvöldi

Í gærkvöldi var rúntur á dagskrá og var þetta kvöld stóru vélanna, eða ca. 5 lítra og stærri. Mætt var við Bíldshöfðann og farið þaðan beint sem leið lá út á Kvartmílubraut, þar sem félagar í KK tóku á móti hópnum með grilluðum pylsum í klúbbhúsi þeirra. Kvöldið heppnaðist vel, enda nauðsynlegt fyrir félaga beggja klúbba að hittast inn á milli enda margir í báðum klúbbum. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga. [05.07]jsl


Mynd með frétt
Ágætur dagur í safninu

Í gær, sunnudag, var árlegur fornbíladagur í Árbæjarsafni og þrátt fyrir rigningu voru 25 bílar víða um safnið, en félagar létu fara vel um sig í húsnæðinu okkar þar með kaffi og kleinur. Þar kom maður í heimsókn til okkar og vildi sýna okkur sérstakan grip sem átti að hafa verið notaður sem skraut á vatnskassaloki, en þarna var komið klukkuverk með mikla og sterka umgjörð frá Waltham Watch Company en þeir framleiddu úr, klukkur og mæla ýmiskonar frá 1850 til 1957. Þessi gerð var notuð í dýrari gerðum bíla upp úr 1920, eins og Pierce Arrow og Packard, og þótti virka vel í þeim hristingi sem gat verið í bílum á þessum tíma og gekk í 8 daga. Oft enduðu ólíklegustu hlutir sem skraut á vatnskössum, en örugglega hefur verið erfitt að lesa tímann í þessari fjarlægð. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga. [02.07]jsl