Eldri fréttir - Júní 2012


Myndir frá Landsmóti


Fimmtudagur. Mörg handtökin þarf til að koma svona móti á, og þó að skipulagið hefjist í október árið áður þá hefst aðal vinnan í byrjun vikunnar og nær hámarki á fimmtudeginum, þegar byrjað er um hádegi að smala stærsta dótinu saman og koma öllu í bíl. Um kvöldmat er komið á Selfoss og þá hefst vinna við að reisa tjöld og annan búnað, merkja svæðið og koma öllu smádóti fyrir.
Myndir á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga.Föstudagur fer í að tengja og stilla hljóðkerfi, flagga og koma upp skiltum og svo að lokum að taka á móti hópnum sem mætir í bæinn og fer í hópkeyrsluna.
Myndir á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga.


Laugardagur hefst um kl. 10 með uppstillingu bíla, um hádegi er farið í að koma allri dagskrá í gang og gera klárt fyrir Krambúð, vöfflusölu og fleiri atriði.
Myndir á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga.Sunnudagur er rólegri fram til 12, en þá er farið að grilla pylsur og koma bílaleik í gang. Eftir það er smá hlé þar til að taka þarf allt saman og nefndarmenn komast heim um kl. 21.
Myndir á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga. [27.06]jslLandsmót 2012
Enn eitt Landsmótið afstaðið

Í gær, sunnudag, lauk níunda Landsmóti FBÍ á Selfossi eftir frábæra helgi. Mótið var sett að venju með keyrslu að mótsstað á föstudagskvöldið, en þá fóru rúmlega níutíu bílar um Selfoss, en mótið var síðan formlega sett af Einari Gíslasyni, mótsstjóra. Laugardagurinn var síðan helgaður sýningu þeirra bíla sem mættu, en um rúmlega 200 bílar voru á svæðinu um miðjan dag. Þó nokkuð bar á bílum sem lítið eða jafnvel hafa ekkert sést í langan tíma, en landsmótsnefnd veitti verðlaun þeim sem var lengst að kominn (Bel Air frá Húsavík), "hlöðubíll" mótsins, óuppgerður og ekki áður komið (Fargo vörubíll) og nýr á mótið (Moskvitsh). Mikill fjöldi gesta kom allan daginn, skoðuðu bíla og hittu félaga, en bílaeigendur voru sjálfir mikið uppteknir við að skoða bíla annarra félaga. Helsta vandamál dagsins var að passa sólvörnina, en margir félagar fóru vel rjóðir heim eftir helgina. Um kvöldið var síðan grillað fyrir félaga og gesti þeirra. Sunnudagurinn var meira afslappaður, en eftir að grillaðar voru pylsur var farið í léttan bílaleik þar sem ekin var smá braut með léttum þrautum. Meðfylgjandi mynd sýnir í raun best hvernig mótið var en hana tók Einar Elíasson á laugardaginn. Myndir frá helginni verða settar inn í vikunni þegar búið er að yfirfara og raða þeim. [25.06]jsl


Í gærkvöldi
Föstudagskvöld Föstudagskvöld Föstudagskvöld Föstudagskvöld Föstudagskvöld Föstudagskvöld Föstudagskvöld Föstudagskvöld Föstudagskvöld Föstudagskvöld Föstudagskvöld Föstudagskvöld Föstudagskvöld Föstudagskvöld Föstudagskvöld Föstudagskvöld Föstudagskvöld Föstudagskvöld Föstudagskvöld Föstudagskvöld


Í morgun Í morgun Í morgun Í morgun
Allt klárt, beðið eftir félögum

Vaskur hópur beið á Selfossi eftir félögum úr bænum í gærkvöldi til að aflesta því sem búið var að smala saman af búnaði síðustu daga. Frameftir kvöldi var unnið að setja upp tjöld, merkja svæðið og koma ýmsu dóti fyrir, eins og þessar myndir sýna sem voru teknar í morgun. Í dag verður lokafrágangur og svo bara beiðið eftir hópkeyrslu félaga úr bænum en félagar á leiðinni munu slást í hópinn. [22.06]jsl


Nýtt fyrirkomulag á mætingu bíla

Á Landsmótinu verður tekið upp nýtt fyrirkomulag á mætingu bíla, á laugardaginn 23. júní, til að auðvelda röðun og eins að fólk þurfi ekki að bíða eins lengi eftir að komi að þeim. Mælst er til að þeir sem koma bara fyrir laugardaginn mæti á eftirfarandi tímabilum:
10.30-11.00 mæting bíla 1900 til 1949
11.00-11.30 mæting bíla 1950 til 1960
11.30-12.00 mæting bíla 1960 til 1987
Þeir sem eru fyrir verða að færa bíla sína út í jaðar svæðis, eða jafnvel þeir yngstu út fyrir svæðið, verða bílar síðan kallaðir upp af þeim sem stilla upp. Þeir sem skilja bíla eftir fyrir helgina verða að skila lyklum til Landsmótsnefndar.
Trukkar, rútur og stærri tæki byrja að mæta á fimmtudag og gildir það sama að skilja þarf lykla eða fá uppl. um endanlega staðsetningu frá uppröðunarmönnum. Eigendum húsbíla, hjól- og fellihýsa er bent á að raða sér upp þannig að besta nýting verði í hverju hólfi (leggja þvert á veg sem komin er). Tjöld og aðrir sem þurfa ekki rafmagn er bent á efsta svæðið og eins gott svæði við tjörn nær húsum. Ath. að greiða þarf fyrir gistingu í þjónustumiðstöð við komu á svæðið. [20.06]jsl
Hátíðaraksturinn

Að venju var ekið niður Laugaveg á undan skrúðgöngu, en að þessu sinni var öllum bílum safnað saman við Háskólann í Reykjavík að ósk lögreglu og var góð fylgd þaðan að Laugavegi, en eitthvað bar á að menn héldu ekki hraða yfir þau ljós sem búið var að loka, og er það enn og aftur ítrekað að séum við í keyrslu yfir rauð ljós eða gatnamót sem lögregla er búin að loka skal halda þétt áfram og halda hraða. Fyrr um morgunin var mætt við Sundlaug Seltjarnarness og var þar boðið í morgunkaffi í boði Seltjarnarnesbæjar. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga. [18.06]jslFínn laugardagur í fjölskyldugarðinum

Laugardaginn síðasta var árlegur dagur okkar í fjölskyldu- og húsdýragarðinum og fengum við frábært veður. Lítið þurfti að hafa fyrir börnum félaga á þessum degi, þar sem þau hlupu strax við mætingu að tækjum garðsins og sáust lítið fyrr enn við brottför. Myndir frá deginum eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga. [14.06]jsl

Lokaverkefni í Vogaskóla

Þetta videó var gert af nokkrum efnilegum drengjum í Vogaskóla, sem partur af lokaverkefni. Fengu þeir að koma þegar var verið að setja upp afmælissýningu FBÍ og tóku viðtöl við nokkra eigendur bíla. [13.06]Bónað á Ystafelli

Nýlega fóru nokkrir vildarvinir Ystafells og hjálpuðu við að gera sýningargripina skínandi fína fyrir sumarvertíðina. Alltaf fjölgar í flórunni sem sýnd er þar, Sverrir er alltaf með eitthvað tilbúið eftir uppgerð vetrar. Teknar voru nokkrar myndir við þetta tækifæri en þær sýna um leið hvað margt er að sjá á Ystafelli. [07.06]jslMinjasafn Akureyrar 50 ára

Um síðastliðna helgi fagnaði Minjasafn Akureyrar 50 ára starfsafmæli sínu og bauð bæjarbúum til veislu á safninu. Fornbíladeild BA lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á þennan viðburð og stillti upp sýningu á sunnudeginum fyrir framan safnið og tók þátt í vel heppnaðri dagskrá hjá safninu. Myndir frá deginum. [06.06]bö/jslSteðjanúmer og pantanir fyrir sumarið

Nú er verið að smíða þær númerapantanir sem lágu fyrir í maí, en smá tafir urðu á að fá efni sem er loks komið í hús. Smíðað verður síðan aftur um miðjan júní og verða þá pantanir sem berast fyrir 15. júní smíðaðar.. Eftir það fer smíðanefnd í frí og næst verður smíðað um miðjan september, auðvitað verður tekið við pöntunum fram að þeim tíma, en þau númer verða ekki afgreidd fyrr en í september. [05.06]jslSíðasti rúntur

Síðastliðið miðvikudagskvöld var rúntur á dagskrá og var haldið austur, um Þrengsli, þar sem félagar fyrir austan tóku á móti ca. 40 bílum úr bænum og leiddu okkur í rúnt um Hveragerði. Eftir það var 50 bílum stillt upp þar sem Eden stóð og boðið í ís, en síðan var frjáls heimferð. Myndir frá kvöldinu eru komnar á Myndasíðu, og stærri fyrir félaga. [04.06]jsl


Imperial Rally Exception

Eins og hefur komið fram í fréttum þá er franskur klúbbur að fara smá rúnt frá Höfn til Reykjavikur á nokkrum bílum sínum sem voru fluttir hingað á bílaflutningavögnum. Þetta er víst frekar lokaður klúbbur 20 félaga sem ferðast saman um heiminn í lúxus ferðum. Er flogið með þá austur um helgina þar sem hópuinn fer í sína bíla og er hægt að sjá næturstaði hér, en stoppað verður á Kirkjubæjarklaustri, Hvolsvelli, Hvalfirði, Hellissandi, Búðum og svo Reykjavík. Fyrirhugað er að þeir sýni bíla sína um kvöldið 9. júní fyrir utan Hótel Borg, en þeir verða síðan settir á vagna daginn eftir og keyrðir þannig í Norrænu. [01.06]jsl